Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:39 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/GVA Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti. Alþingi Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti.
Alþingi Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira