Segir ekkert að frétta í húsnæðismálum nema „einhverjar nefndir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 12:01 Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira