Gengistryggð krónulán verða lögleg Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2015 19:15 Gengistryggð krónulán sem Hæstiréttur hefur ítrekað dæmt ólögleg verða lögleg samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Hann segir ströng skilyrði verða fyrir veitingu slíkra lána til að styrkja fjármálastöðugleika í landinu. Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra gerir ýmsar breytingar á lögum um vexti, verðtryggingu, lögum um Seðlabanka Íslands og neytendalán. Bjarni segir að með frumvarpinu sé alls ekki verið að ýta heimilum landsins aftur út í gengisáhættu. Erlend lán hafi verið og séu lögleg óháð því hvort fólk hafi tekjur í erlendri mynt eða ekki. Nú verði farið fram á greiðslumat. Hins vegar hafi gengistryggð lán í krónum verið óheimil eins og dómstólar hafa staðfest. „Við höfum fengið athugasemdir um þetta frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA). Við gætum svosem lagst í dómsmál gegn ESA til að verja þetta eða gert það sem ég legg til í frumvarpinu. Sem er að segja að við heimilum í ákveðnum þröngum tilvikum gengistryggð lán. En þá verða menn líka að sýna fram á að þeir geti staðist miklar sveiflur og staðist greiðslumat,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni segir bankana blessunarlega ekki leggja áherslu á lán sem þessi í dag en með frumvarpinu sé verið að horfa til framtíðar. Hins vegar gæti gengi krónunnar átt eftir að sveiflast þegar gjaldeyrishöftunum hefur verið aflétt.Er eitthvað vit í því fyrir venjulegan íslenskan almenning sem ekki hefur tekjur í erlendri mynt að taka þessi lán jafnvel þótt að það verði gert auðveldara?„Almennt er það mjög áhættusamt að taka lán í öðrum gjaldmiðli en tekjurnar sem maður hefur. Til þess horfir þetta frumvarp að vísa mönnum til þess að taka ekki slíka áhættu og hreinlega banna fjármálafyrirtækjunum að halda slíkum fjármálaafurðum að fólki,“ segir Bjarni. Hins vegar geti verið eðlilegt að fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt taki slík lán. Þá séu víðtæk úrræði í frumvarpinu sem hægt verði að grípa til ef þess sjáist merki að heimilin í landinu séu að skuldsetja sig með lánum sem þessum. „Og þrengja að slíkum lánveitingum til þess að tryggja einmitt frekar fjármálastöðugleikann. Þetta frumvarp horfir annars vegar til neytenda hliðarinnar en ekkert síður og í raun og veru meira til fjármálastöðugleika í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Gengistryggð krónulán sem Hæstiréttur hefur ítrekað dæmt ólögleg verða lögleg samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Hann segir ströng skilyrði verða fyrir veitingu slíkra lána til að styrkja fjármálastöðugleika í landinu. Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra gerir ýmsar breytingar á lögum um vexti, verðtryggingu, lögum um Seðlabanka Íslands og neytendalán. Bjarni segir að með frumvarpinu sé alls ekki verið að ýta heimilum landsins aftur út í gengisáhættu. Erlend lán hafi verið og séu lögleg óháð því hvort fólk hafi tekjur í erlendri mynt eða ekki. Nú verði farið fram á greiðslumat. Hins vegar hafi gengistryggð lán í krónum verið óheimil eins og dómstólar hafa staðfest. „Við höfum fengið athugasemdir um þetta frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA). Við gætum svosem lagst í dómsmál gegn ESA til að verja þetta eða gert það sem ég legg til í frumvarpinu. Sem er að segja að við heimilum í ákveðnum þröngum tilvikum gengistryggð lán. En þá verða menn líka að sýna fram á að þeir geti staðist miklar sveiflur og staðist greiðslumat,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni segir bankana blessunarlega ekki leggja áherslu á lán sem þessi í dag en með frumvarpinu sé verið að horfa til framtíðar. Hins vegar gæti gengi krónunnar átt eftir að sveiflast þegar gjaldeyrishöftunum hefur verið aflétt.Er eitthvað vit í því fyrir venjulegan íslenskan almenning sem ekki hefur tekjur í erlendri mynt að taka þessi lán jafnvel þótt að það verði gert auðveldara?„Almennt er það mjög áhættusamt að taka lán í öðrum gjaldmiðli en tekjurnar sem maður hefur. Til þess horfir þetta frumvarp að vísa mönnum til þess að taka ekki slíka áhættu og hreinlega banna fjármálafyrirtækjunum að halda slíkum fjármálaafurðum að fólki,“ segir Bjarni. Hins vegar geti verið eðlilegt að fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt taki slík lán. Þá séu víðtæk úrræði í frumvarpinu sem hægt verði að grípa til ef þess sjáist merki að heimilin í landinu séu að skuldsetja sig með lánum sem þessum. „Og þrengja að slíkum lánveitingum til þess að tryggja einmitt frekar fjármálastöðugleikann. Þetta frumvarp horfir annars vegar til neytenda hliðarinnar en ekkert síður og í raun og veru meira til fjármálastöðugleika í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira