Vigdís telur Samfylkinguna standa á bak við símahleranir í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2015 09:45 Ef marka má athugasemd Vigdísar hefur hún haft öðrum hnöppum að hneppa en fylgjast með bæjarmálapólitíkinni í Hafnarfirði. Mynd af athugasemd sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, skrifar gengur nú ljósum logum á Facebook. Þetta er skjámynd af athugasemd sem Vigdís setti á vegg Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og alþingismanns, svohljóðandi: „Hvenær ætli Teitur Atlason skrifi um lögbrot Samfylkingarinnar í Hafnarfirði – um að hlera síma bæjarfulltrúa annara flokka ekkert er fjallað um það mál þrátt fyrir mjög alvarlegt brot“. Vigdís vísar til mála í Hafnarfirði sem hafa verið til umfjöllunar á Vísi. Nokkur umræða myndaðist á vegg Sveinbjargar Birnu sem kvartar undan skrifum Teits Atlasonar í málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar er sagt að svindl og óvirðing gagnvart lögum hafi birst við lögskráningu oddvita Framsóknar, það er Sveinbjargar Birnu. Sveinbjörg er afar ósátt við skrif Teits og segir: „Ekki hef ég tjáð mig mikið um þetta mál en mikið væri það nú yndislegt að jafnaðarmaðurinn myndi kynna sér gögn málsins áður en hann færi að básúna óhróður og lygar um mig. Skal með glöðu geði afhenda alvöru blaðamönnum öll skjöl um málið. Enn og aftur falla vinstri andstæðingar mínir í auma sjálfskapaða ....holu.“Vigdís setur þá inn áðurnefnda athugasemd og er Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar einn þeirra sem birtir mynd af orðum Vigdísar. Össuri er skemmt: „Okkar kona í banastuði!“ Hann telur hugsanlegt að þarna gæti örlítils misskilnings hjá þingkonunni um „um hvaða flokkar stýra Hafnarfirði. Síðast þegar ég gáði var það ekki Samfylkingin heldur Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn. En vitaskuld er ekki rétt að gera of miklar kröfur um þekkingu þingmanna Reykjavíkur á bæjarstjórnum í fjarlægum landshlutum.“ Og þá er vakin athygli á því, á Facebook-vegg Össurar, að ekki aðeins sé það rangt heldur einnig að málið í Hafnarfirði snúist ekki um símhleranir heldur afhendingu gagna til bæjarstjóra Hafnarfjarðar um símtalaskrár frá Vodafone. Um svipað leyti og menn voru að velta fyrir sér þessari sérkennilegu athugasemd Vigdísar birtist frétt á Pressunni þess efnis að Vigdís væri búin að klára hinn vinsæla tölvuleik Candy Crush. Pressan vitnar í Vísi sem hafði það eftir Vigdísi að iðkun þess leiks skerpi rökhugsun. En, víst er að snerpa í hugsun hefur fátt eitt með það að gera að kunna skil á bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði, og margir sem eiga erfitt með að átta sig á því út á hvað símamálið mikla þar gengur.Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Mynd af athugasemd sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, skrifar gengur nú ljósum logum á Facebook. Þetta er skjámynd af athugasemd sem Vigdís setti á vegg Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og alþingismanns, svohljóðandi: „Hvenær ætli Teitur Atlason skrifi um lögbrot Samfylkingarinnar í Hafnarfirði – um að hlera síma bæjarfulltrúa annara flokka ekkert er fjallað um það mál þrátt fyrir mjög alvarlegt brot“. Vigdís vísar til mála í Hafnarfirði sem hafa verið til umfjöllunar á Vísi. Nokkur umræða myndaðist á vegg Sveinbjargar Birnu sem kvartar undan skrifum Teits Atlasonar í málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar er sagt að svindl og óvirðing gagnvart lögum hafi birst við lögskráningu oddvita Framsóknar, það er Sveinbjargar Birnu. Sveinbjörg er afar ósátt við skrif Teits og segir: „Ekki hef ég tjáð mig mikið um þetta mál en mikið væri það nú yndislegt að jafnaðarmaðurinn myndi kynna sér gögn málsins áður en hann færi að básúna óhróður og lygar um mig. Skal með glöðu geði afhenda alvöru blaðamönnum öll skjöl um málið. Enn og aftur falla vinstri andstæðingar mínir í auma sjálfskapaða ....holu.“Vigdís setur þá inn áðurnefnda athugasemd og er Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar einn þeirra sem birtir mynd af orðum Vigdísar. Össuri er skemmt: „Okkar kona í banastuði!“ Hann telur hugsanlegt að þarna gæti örlítils misskilnings hjá þingkonunni um „um hvaða flokkar stýra Hafnarfirði. Síðast þegar ég gáði var það ekki Samfylkingin heldur Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn. En vitaskuld er ekki rétt að gera of miklar kröfur um þekkingu þingmanna Reykjavíkur á bæjarstjórnum í fjarlægum landshlutum.“ Og þá er vakin athygli á því, á Facebook-vegg Össurar, að ekki aðeins sé það rangt heldur einnig að málið í Hafnarfirði snúist ekki um símhleranir heldur afhendingu gagna til bæjarstjóra Hafnarfjarðar um símtalaskrár frá Vodafone. Um svipað leyti og menn voru að velta fyrir sér þessari sérkennilegu athugasemd Vigdísar birtist frétt á Pressunni þess efnis að Vigdís væri búin að klára hinn vinsæla tölvuleik Candy Crush. Pressan vitnar í Vísi sem hafði það eftir Vigdísi að iðkun þess leiks skerpi rökhugsun. En, víst er að snerpa í hugsun hefur fátt eitt með það að gera að kunna skil á bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði, og margir sem eiga erfitt með að átta sig á því út á hvað símamálið mikla þar gengur.Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“