Innlent

Kristín Guðný: „Við erum alltaf að leita að fleira fólki til að hjálpa“

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Kristín Guðný Ottósdóttir
Kristín Guðný Ottósdóttir MYND/Kristín Guðný
Það vantar mest af fötum, á börn frá þriggja ára aldri upp í unglingsaldur. Svo vantar okkur sippu- og snúsnúbönd, teygjur í teygjutvist, bolta, bækur, blýanta fyrir skólann,“ segir Kristín Guðný Ottósdóttir, sem leggur í hann til Kenýa í Afríku til að taka þátt í hjálparstarfi í næsta mánuði. Þar rekur Þórunn Helgadóttir, starfsmaður ABC barnahjálpar, skóla fyrir börn.

Kristín Guðný og dóttur hennar, Kristrún, hafa lengi gengið með þann draum að fara út í hjálparstarf, en þær ætla loksins að láta verða af því þann 3. mars næstkomandi. 

„Við erum tíu manna hópur sem fer út núna. Við erum samt alltaf að leita að fleira fólki til að hjálpa. Til dæmis erum við að safna fyrir skólastofu og svo er alltaf vöntun á fólki til að styrkja börn til náms,“ heldur Guðný áfram, en hún og dóttir hennar stefna á að vera úti við hjálparstarf í einn mánuð.

ABC barnahjálp fluttu nýverið starfsemi sína í Víkurhvarf 2 þar sem er nú starfræktur markaður þar sem fólk getur verslað og komið með dót til að gefa í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×