Innlent

Skíðasvæði víða opin á meðan veðurguðir leyfa

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Skíðasvæðin á Siglufirði, Dalvík og Tindastól eru opin í dag. Einnig er opið í Hlíðarfjalli á Akureyri n því gæti þurft að loka vegna óveðurs.

Lokað er í Bláfjöllum vegna hvassviðris og skíðasvæði Ísafjarðarbæjar en þar er vindur kominn í 19 metra á sekúndu og mikill skafrenningur uppi. Bæta á í vind þegar líður á daginnn.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 10-16. Um fimm stiga frost er og heiðskýrt. Gott færi er í öllum brekkum en líkur eru á að hvessa fari þegar líður á daginn.

Þá verður skíðasvæði Dalvíkur opið frá klukkan 11-16. Brekkur eru nýtroðnar, frost um sex stig, léttskýjað og fjórir metrar á sekúndu.

Opið verður í skíðasvæðinu Tindastól frá klukkan 11-16. Bætt hefur í snjóinn á svæðinu og færi gott. Frost er um sjö stig og léttskýjað, fimm metrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×