Benedikt Atli hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 16:43 Benedikt Atli Jónsson við verðlaunaafhendinguna í dag. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verkefnið sem verðlaunin hlaut að þessu sinni heitir Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda. Það var unnið af Benedikt Atla Jónssyni, nema í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Erfitt hefur reynst að meta gæði og skerpu augnbotnamynda, en þær eru mikilvægar í augnlækningum til að greina og fylgjast með augnsjúkdómum. Árangur greininganna ræðst þó af myndgæðum. Sjálfvirka aðferðin, sem þróuð var í þessu verkefni, metur myndgæði með mun áreiðanlegri hætti en sérfræðingar. Því er ólíklegra að endurtaka þurfi myndatöku síðar vegna lélegra myndgæða. Þá felur aðferðin í sér ýmsa möguleika til hagnýtingar sem hugbúnaðarvara fyrir augnbotnamyndatökur og fleira, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rannís. Sjálfvirka aðferðin mun verða hluti af næstu hugbúnaðaruppfærslu Oxymap, sem hefur þróað tæki og hugbúnað til að greina augnbotnamyndir. Aðferðin er einnig komin í notkun á Landspítalanum og áhugi er á henni erlendis. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunagripurinn er listaverkið Óljóst (2015) eftir listamanninn Þór Sigurþórsson. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verkefnið sem verðlaunin hlaut að þessu sinni heitir Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda. Það var unnið af Benedikt Atla Jónssyni, nema í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Erfitt hefur reynst að meta gæði og skerpu augnbotnamynda, en þær eru mikilvægar í augnlækningum til að greina og fylgjast með augnsjúkdómum. Árangur greininganna ræðst þó af myndgæðum. Sjálfvirka aðferðin, sem þróuð var í þessu verkefni, metur myndgæði með mun áreiðanlegri hætti en sérfræðingar. Því er ólíklegra að endurtaka þurfi myndatöku síðar vegna lélegra myndgæða. Þá felur aðferðin í sér ýmsa möguleika til hagnýtingar sem hugbúnaðarvara fyrir augnbotnamyndatökur og fleira, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rannís. Sjálfvirka aðferðin mun verða hluti af næstu hugbúnaðaruppfærslu Oxymap, sem hefur þróað tæki og hugbúnað til að greina augnbotnamyndir. Aðferðin er einnig komin í notkun á Landspítalanum og áhugi er á henni erlendis. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunagripurinn er listaverkið Óljóst (2015) eftir listamanninn Þór Sigurþórsson.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira