23,2 milljónir til að gera borgina betri Svafar Helgason skrifar 23. febrúar 2015 10:51 Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar