Vill aukið eftirlit með kynferðisbrotamönnum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. febrúar 2015 19:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu Forstjóri Barnaverndarstofu vill að löggjafinn veiti auknar heimildir svo hægt sé að fylgjast með dæmdum kynferðisbrotamönnum eftir að þeir hafa lokið afplánun. Aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eðlilegt að dómum fylgi heimild til að sinna eftirliti með viðkomandi í nokkur ár. Ekki er heimild í lögum í dag til að fylgjast með dæmdum kynferðisbrotamönnum eftir að þeir hafa lokið afplánun, hvorki af Barnaverndarstofa né lögreglu. „Við vitum að hluti þessara einstaklinga er mjög hættulegur vegna þess að þeim er ekki sjálfrátt. Að minnsta kosti þurfa þeir aðstoð til að halda aftur af þessum hvötum sínum og partur af þessu er að veita þeim strangt aðhald og eftirlit,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ekkert í lögunum í dag styður hinsvegar slíkar aðgerðir. „Lögreglan getur ekki fylgst með fólki nema við höfum fengið tilefni til þess að ætla að viðkomandi sé að fara að fremja brot eða búinn að fremja brot,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari.Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknariJón segir að ef heimild fyrir áðurnefndu eftirliti yrði gefin gæti hún falist í því að fylgjast með hátterni viðkomandi einstaklings, það er, hvort hann sé í óreglu, hvort hann umgangist aðra dæmda kynferðisbrotamenn og hvort taki að sér störf með börnum eða unglingum svo eitthvað sé nefnt. „Ég held að það væri langeðlilegast að það væri bundið í dómi yfir slíkum brotamönnum að eftir að þeir hafa lokið afplánun að þá þurfi þeir að sætta sig við eftirlit í einhver ár.“ Bragi segir að Bretar séu með í gildi slíkt kerfi en þar eru kynferðisbrotamenn teknir í sálfræðipróf og í kjölfarið metið hversu hættulegir þeir eru umhverfi sínu. „Þetta eru að sjálfsögðu mjög viðkvæm mál og auðvitað megum við ekki stíga nein skref sem torveldar fólki við að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf og hverfa frá háttsemi af þessu tagi. En við verðum líka að vera raunsæ. Við megum aldrei víkja frá okkar grundvallarmarkmiði, að treysta öryggi barnanna eins og við getum,“ segir Bragi. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu vill að löggjafinn veiti auknar heimildir svo hægt sé að fylgjast með dæmdum kynferðisbrotamönnum eftir að þeir hafa lokið afplánun. Aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eðlilegt að dómum fylgi heimild til að sinna eftirliti með viðkomandi í nokkur ár. Ekki er heimild í lögum í dag til að fylgjast með dæmdum kynferðisbrotamönnum eftir að þeir hafa lokið afplánun, hvorki af Barnaverndarstofa né lögreglu. „Við vitum að hluti þessara einstaklinga er mjög hættulegur vegna þess að þeim er ekki sjálfrátt. Að minnsta kosti þurfa þeir aðstoð til að halda aftur af þessum hvötum sínum og partur af þessu er að veita þeim strangt aðhald og eftirlit,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ekkert í lögunum í dag styður hinsvegar slíkar aðgerðir. „Lögreglan getur ekki fylgst með fólki nema við höfum fengið tilefni til þess að ætla að viðkomandi sé að fara að fremja brot eða búinn að fremja brot,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari.Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknariJón segir að ef heimild fyrir áðurnefndu eftirliti yrði gefin gæti hún falist í því að fylgjast með hátterni viðkomandi einstaklings, það er, hvort hann sé í óreglu, hvort hann umgangist aðra dæmda kynferðisbrotamenn og hvort taki að sér störf með börnum eða unglingum svo eitthvað sé nefnt. „Ég held að það væri langeðlilegast að það væri bundið í dómi yfir slíkum brotamönnum að eftir að þeir hafa lokið afplánun að þá þurfi þeir að sætta sig við eftirlit í einhver ár.“ Bragi segir að Bretar séu með í gildi slíkt kerfi en þar eru kynferðisbrotamenn teknir í sálfræðipróf og í kjölfarið metið hversu hættulegir þeir eru umhverfi sínu. „Þetta eru að sjálfsögðu mjög viðkvæm mál og auðvitað megum við ekki stíga nein skref sem torveldar fólki við að snúa við blaðinu og hefja nýtt líf og hverfa frá háttsemi af þessu tagi. En við verðum líka að vera raunsæ. Við megum aldrei víkja frá okkar grundvallarmarkmiði, að treysta öryggi barnanna eins og við getum,“ segir Bragi.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira