Lífið

Regla númer eitt: Vertu í fötunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Snapchat draugurinn heimsfrægi.
Snapchat draugurinn heimsfrægi. vísir/getty
Samskiptaforritið Snapchat hefur lagt í herferð til að breyta ímynd þess. Forritið virkar á þann veg að notendur geta send myndir og myndbönd sín á milli og leyft öðrum að sjá þær í fyrirfram ákveðin langan tíma.

Sökum eðlis síns hefur forritið verið nýtt af mörgum til að senda nektar- kynfæramyndir. Sá stimpill hefur fests rækilega við það. Í kjölfar þess að fyrirtækið fór í samstarf með fjölda miðla (Discover möguleikinn) stendur til að reyna skera þessa ímynd frá forritinu.

Til þess hefur fyirtækið komið á fót Öryggismiðstöð Snapchat. Fjöldi foreldra, kennara og samtaka sem berjast fyrir öruggari vefsamskiptum hafa barist fyrir þessu. Í öryggismiðstöðinni má finna leiðbeiningar til foreldra um hvernig þeir eigi að tryggja öryggi barna sinna.

Börn yngri en þrettán ára eiga ekki að nota forritið og bent á að fæstir noti Snapchat til að sexta. Regla númer eitt eigi að vera að halda fötunum á sér því þú veist aldrei hvaða manneskju hinn aðilinn hefur að geyma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.