Innlent

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn skólasystrum sínum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt 16 ára gamlan dreng fyrir kynferðisbrot gegn tveimur skólasystrum sínum.

Brotin áttu sér stað þegar drengurinn var 15 ára og stúlkurnar 14 ára. Drengurinn var annars vegar ákærður fyrir að hafa fengið aðra stúlkuna til þess að fróa sér þar til hann hafði sáðlát í desember 2013.

Hins vegar var hann ákærður fyrir að áreita hina stúlkuna ítrekað í gegnum samskiptamiðilinn Facebook í janúar 2014. Ræddi drengurinn meðal annars um að stúlkan myndi fróa honum og hafa við hann munnmök.

Drengurinn játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og skýrði hreinskilnislega frá málavöxtum. Ákvörðun refsingar hans var frestað og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×