Innlent

Nutella-krukka olli bruna: Heimilishundur drapst

Atli Ísleifsson skrifar
Barnaherbergi og þak hússins eyðilögðust í brunanum.
Barnaherbergi og þak hússins eyðilögðust í brunanum. Mynd/London Fire Brigade
Heimilishundur drapst á dögunum eftir að eldur kom upp í húsi í London. Sólargeislar höfðu skinið inn um glugga og Nutella-krukku og þannig valdið miklum bruna.

Að sögn slökkviliðsmanna var glerkrukkan í gluggakistu barnaherbergis í húsinu og er talið að kviknað hafi í gluggatjöldum. Í frétt BBC segir að krukkan hafi verið fyllt af svokölluðum loom-böndum.

Hundurinn, sem var af tegundinni Jack Russell Chilli, var í húsinu þegar eldurinn braust út og varð honum að bráð.

Íbúinn Declan Murphy segir fjölskylduna hafa verið að fagna brúðkaupsafmæli hjónanna, ásamt börnum þeirra tveim, þegar eldurinn kom upp þann 15. febúar síðastliðinn.

Mynd/London Fire Brigade
Mynd/London Fire Brigade
Mynd/London Fire Brigade



Fleiri fréttir

Sjá meira


×