Innlent

Sigríður Auður skipuð ráðuneytisstjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Auður var staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var settur ráðuneytisstjóri til eins árs.
Sigríður Auður var staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var settur ráðuneytisstjóri til eins árs. Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars næstkomandi.

Sigríður Auður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað í ráðuneytinu frá árinu 1998. Hún hefur gegnt embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og á skrifstofu umhverfis og skipulags.

Sigríður Auður var staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var settur ráðuneytisstjóri til eins árs. Stefán Thors, fráfarandi ráðuneytisstjóri, fer til starfa í forsætisráðuneytinu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að með skipun Sigríðar Auðar gegna í fyrsta sinn fleiri konur en karlar embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands.

Sigríður Auður er gift Vilhjálmi Erni Sigurhjartarsyni viðskiptafræðingi og eiga þau dótturina Unni Svölu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×