Biðlistar eftir aðgerðum lengjast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2015 20:59 Biðlistar eftir aðgerðum á Landspítalanum hafa lengst um nærri helming á einu ári og halda áfram að lengjast. Fresta þurfti aðgerðum bæði í gær og í dag vegna álags á spítalanum. Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að bíða í meira en eitt ár eftir því að komast í aðgerð. Í byrjun febrúar í fyrra biðu 2.488 manns eftir því að komast í aðgerð á spítalanum. Nú ári síðar eru 3.611 manns að bíða eftir því að komast í aðgerð. Biðlistar eftir aðgerðum hafa því lengst um 45% á einu ári. Margrét Guðjónsdóttir, staðgengill framkvæmdstjóra skurðlækningasviðs LSH, segir misjafnt eftir sérgreinum hversu langir biðlistarnir séu og hversu margir séu að bíða. „Það eru flestir á bið eftir bæklunarskurðlækningum og almennum skurðlækningum og augnskurðlækningum“ segir Margrét. Hún segir dæmi um að fólk hafi þurft að bíða lengur en í ár eftir að komast í aðgerð. „Það fer allt eftir því hversu brýnar þær eru metnar. Fólk sem er að bíða eftir mjög brýnum aðgerðum og með lífsógnandi sjúkdóma það bíður yfirleitt ekki svo lengi það er skorið jafnóðum og nokkuð jafnt flæðið á því. Þeir sem eru að bíða eftir aðgerðum sem að tengjast kannski verkjum og óþægindum og einhverju slíku sem að ekki er metið mjög brýnt, en að sjálfsögðu aðgerð sem að þarf að gera, það getur tekið lengri tíma,“ segir Margrét. Margrét bendir á að fresta hafi þurft um átta hundruð aðgerðum vegna verkfalls lækna. Þá hefur verið mikið álag á spítalanum undanfarnar vikur og þurft að fresta aðgerðum síðustu tvo daga. Biðlistarnir hafa því haldið áfram að lengjast. „Sennilega hefur eitthvað hægt á greiningum líka í verkfallinu þannig að þessi mánuður núna sem er liðinn frá því verkfallið var þá hefur verið að bætast á biðlistana eins og við áttum von á“ segir Margrét Guðjónsdóttir. Tengdar fréttir Landspítalinn fullur: Inflúensan eykur á vandann „Öll legudeildarpláss eru þétt setinn,“ segir læknir á Landspítalanum. 24. febrúar 2015 16:54 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Biðlistar eftir aðgerðum á Landspítalanum hafa lengst um nærri helming á einu ári og halda áfram að lengjast. Fresta þurfti aðgerðum bæði í gær og í dag vegna álags á spítalanum. Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að bíða í meira en eitt ár eftir því að komast í aðgerð. Í byrjun febrúar í fyrra biðu 2.488 manns eftir því að komast í aðgerð á spítalanum. Nú ári síðar eru 3.611 manns að bíða eftir því að komast í aðgerð. Biðlistar eftir aðgerðum hafa því lengst um 45% á einu ári. Margrét Guðjónsdóttir, staðgengill framkvæmdstjóra skurðlækningasviðs LSH, segir misjafnt eftir sérgreinum hversu langir biðlistarnir séu og hversu margir séu að bíða. „Það eru flestir á bið eftir bæklunarskurðlækningum og almennum skurðlækningum og augnskurðlækningum“ segir Margrét. Hún segir dæmi um að fólk hafi þurft að bíða lengur en í ár eftir að komast í aðgerð. „Það fer allt eftir því hversu brýnar þær eru metnar. Fólk sem er að bíða eftir mjög brýnum aðgerðum og með lífsógnandi sjúkdóma það bíður yfirleitt ekki svo lengi það er skorið jafnóðum og nokkuð jafnt flæðið á því. Þeir sem eru að bíða eftir aðgerðum sem að tengjast kannski verkjum og óþægindum og einhverju slíku sem að ekki er metið mjög brýnt, en að sjálfsögðu aðgerð sem að þarf að gera, það getur tekið lengri tíma,“ segir Margrét. Margrét bendir á að fresta hafi þurft um átta hundruð aðgerðum vegna verkfalls lækna. Þá hefur verið mikið álag á spítalanum undanfarnar vikur og þurft að fresta aðgerðum síðustu tvo daga. Biðlistarnir hafa því haldið áfram að lengjast. „Sennilega hefur eitthvað hægt á greiningum líka í verkfallinu þannig að þessi mánuður núna sem er liðinn frá því verkfallið var þá hefur verið að bætast á biðlistana eins og við áttum von á“ segir Margrét Guðjónsdóttir.
Tengdar fréttir Landspítalinn fullur: Inflúensan eykur á vandann „Öll legudeildarpláss eru þétt setinn,“ segir læknir á Landspítalanum. 24. febrúar 2015 16:54 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Landspítalinn fullur: Inflúensan eykur á vandann „Öll legudeildarpláss eru þétt setinn,“ segir læknir á Landspítalanum. 24. febrúar 2015 16:54