Hækkun matarskatts lítil áhrif haft á magn matarinnkaupa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 13:19 vísir/vilhelm Nýtt ár hófst með töluvert aukinni veltu í sérvöruverslunum miðað við sama tíma í fyrra en sala í dagvöruverslun í janúar var nánast óbreytt að raunvirði frá janúar í fyrra. Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts virðist því ekki hafa haft teljandi áhrif á magn matarinnkaupa á heildina litið. Hugsanlega urðu þó einhverjar breytingar á milli einstakra flokka matvæla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.Ekkert lát á vexti í sölu snjallsíma Meira en þriðjungsaukning varð á sölu raftækja í janúar frá sama mánuði í fyrra, eða um 42 prósent. Aukningin varð mest í veltu minni raftækja, eins og sjónvörpum og hljómflutningstækjum. Þá hafði afnám vörugjalda um áramótin einnig góð áhrif á sölu stærri raftækja eins og þvottavéla, kæliskápa o.fl þar sem söluaukningin nam 37 prósentum miðað við sama mánuð í fyrra. Þá er ekkert lát á vexti í sölu snjallsíma, eða um 35 prósent. Þá voru janúarútsölur fataverslana mun líflegri en í janúar í fyrra. Veltuaukning fataverslana í mánuðinum nam 10,5 prósent að raunvirði og verð á fötum var 6,1 prósenti lægra en tólf mánuðum fyrr.Enn langt í land Húsgagnaverslun jókst einnig jafnt og þétt allt síðasta ár og var veltan næstum 14 prósentum meiri en fyrir ári síðan. Hún á þó enn töluvert langt í land með að ná þeim hæðum sem húsgagnasala var fyrir hrun. Velta húsgagnaverslana var 31 prósent minni en í janúar 2008. Þá voru minni sveiflur í byggingavöruverslunum milli ára, en aukningin nam um tveimur prósentum á milli ára. Tengdar fréttir Raftækjum og húsgögnum mokað út í nóvember Jólaverslun er almennt sögð hafa farið vel af stað í nóvember og líklegt talið að töluvert sé um að heimilin endurnýi hjá sér raftæki og húsgögn. 12. desember 2014 07:00 Fólk leiti fyrr í mataraðstoð vegna hækkunar matarskatts Umsjónarmaður Hjálparstarfs Kirkjunnar segir að þeim sem þiggi mataraðstoð muni koma til með að fjölga, og að þeir sem áður hafa þegið aðstoð þurfi að þiggja hana fyrr, vegna hækkunar á matarskatti. Mótvægisaðgerðir á borð við afnám vörugjalda gagnist þessum hópi lítið sem ekkert. 3. janúar 2015 19:00 Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Stjórnarandstaðan segir að betra hefði verið að setja 80 milljarða í heilbrigðiskerfið og aðra innvið samfélagsins en í lækkun húsnæðisskulda fólks. 10. nóvember 2014 20:00 Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng. 15. október 2014 08:45 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Nýtt ár hófst með töluvert aukinni veltu í sérvöruverslunum miðað við sama tíma í fyrra en sala í dagvöruverslun í janúar var nánast óbreytt að raunvirði frá janúar í fyrra. Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts virðist því ekki hafa haft teljandi áhrif á magn matarinnkaupa á heildina litið. Hugsanlega urðu þó einhverjar breytingar á milli einstakra flokka matvæla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.Ekkert lát á vexti í sölu snjallsíma Meira en þriðjungsaukning varð á sölu raftækja í janúar frá sama mánuði í fyrra, eða um 42 prósent. Aukningin varð mest í veltu minni raftækja, eins og sjónvörpum og hljómflutningstækjum. Þá hafði afnám vörugjalda um áramótin einnig góð áhrif á sölu stærri raftækja eins og þvottavéla, kæliskápa o.fl þar sem söluaukningin nam 37 prósentum miðað við sama mánuð í fyrra. Þá er ekkert lát á vexti í sölu snjallsíma, eða um 35 prósent. Þá voru janúarútsölur fataverslana mun líflegri en í janúar í fyrra. Veltuaukning fataverslana í mánuðinum nam 10,5 prósent að raunvirði og verð á fötum var 6,1 prósenti lægra en tólf mánuðum fyrr.Enn langt í land Húsgagnaverslun jókst einnig jafnt og þétt allt síðasta ár og var veltan næstum 14 prósentum meiri en fyrir ári síðan. Hún á þó enn töluvert langt í land með að ná þeim hæðum sem húsgagnasala var fyrir hrun. Velta húsgagnaverslana var 31 prósent minni en í janúar 2008. Þá voru minni sveiflur í byggingavöruverslunum milli ára, en aukningin nam um tveimur prósentum á milli ára.
Tengdar fréttir Raftækjum og húsgögnum mokað út í nóvember Jólaverslun er almennt sögð hafa farið vel af stað í nóvember og líklegt talið að töluvert sé um að heimilin endurnýi hjá sér raftæki og húsgögn. 12. desember 2014 07:00 Fólk leiti fyrr í mataraðstoð vegna hækkunar matarskatts Umsjónarmaður Hjálparstarfs Kirkjunnar segir að þeim sem þiggi mataraðstoð muni koma til með að fjölga, og að þeir sem áður hafa þegið aðstoð þurfi að þiggja hana fyrr, vegna hækkunar á matarskatti. Mótvægisaðgerðir á borð við afnám vörugjalda gagnist þessum hópi lítið sem ekkert. 3. janúar 2015 19:00 Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Stjórnarandstaðan segir að betra hefði verið að setja 80 milljarða í heilbrigðiskerfið og aðra innvið samfélagsins en í lækkun húsnæðisskulda fólks. 10. nóvember 2014 20:00 Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng. 15. október 2014 08:45 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Raftækjum og húsgögnum mokað út í nóvember Jólaverslun er almennt sögð hafa farið vel af stað í nóvember og líklegt talið að töluvert sé um að heimilin endurnýi hjá sér raftæki og húsgögn. 12. desember 2014 07:00
Fólk leiti fyrr í mataraðstoð vegna hækkunar matarskatts Umsjónarmaður Hjálparstarfs Kirkjunnar segir að þeim sem þiggi mataraðstoð muni koma til með að fjölga, og að þeir sem áður hafa þegið aðstoð þurfi að þiggja hana fyrr, vegna hækkunar á matarskatti. Mótvægisaðgerðir á borð við afnám vörugjalda gagnist þessum hópi lítið sem ekkert. 3. janúar 2015 19:00
Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Stjórnarandstaðan segir að betra hefði verið að setja 80 milljarða í heilbrigðiskerfið og aðra innvið samfélagsins en í lækkun húsnæðisskulda fólks. 10. nóvember 2014 20:00
Neysluviðmiðin skoðuð að nýju reynist þess vera þörf Fjármálaráðuneytið skýrir ekki hvers vegna kaup á mat á veitingahúsum og í mötuneytum eru ekki flokkuð með matarútgjöldum í forsendum virðisaukaskattsfrumvarpsins. Viðmið verða endurskoðuð reynist þau röng. 15. október 2014 08:45
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15