Innlent

Aðstoða tvo göngumenn í Reykjadal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víða um land hefur fólk þurft aðstoð björgunarsveita.
Víða um land hefur fólk þurft aðstoð björgunarsveita. Vísir/Ernir
Rétt fyrir hádegi voru björgunarsveitir fyrir austan fjall kallaðar út til aðstoðar tveimur göngumönnum í Reykjadal, ofan Hveragerðis.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að mennirnir hafi hringt í Neyðarlínuna og sögðust vera orðnir blautir og kaldir og báðu um að vera sóttir.

Leiðindaveður er á svæðinu og mennirnir ekki nægilega vel búnir fyrir slíkar aðstæður.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var einnig kölluð út fyrir skömmu þegar tilkynning barst um að þakplötur væru að losna á íþróttahúsi Hauka við Ásvelli í Hafnarfirði. Sveitin vinnur nú að því að tryggja ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×