Innlent

Eldur á Selfossi: Stórbruna afstýrt með snarræði

ingvar haraldsson skrifar
Slökkviliði tókst að slökkva eldinn á fimmtán til tuttugu mínútum.
Slökkviliði tókst að slökkva eldinn á fimmtán til tuttugu mínútum. vísir/magnús hlynur
Tilkynnt var um eld í húsnæði bílasölunnar Bílvals á Selfossi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað til auk slökkviliðsins í Hveragerði, sjúkraflutningamanna og lögreglu.

„Okkur tókst að slökkva eldinn á fimmtán til tuttugu mínútum,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi.

Að sögn Kristjáns var eldur í þaki og við útvegg hússins sem talið er að hafi kviknað út frá rafmagni. Kristján segir engin slys hafa orðið á fólki enda hafi húsið verið mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Kristján segist ekki telja tjónið verulegt. „Það þar að endurnýja einhverja veggi. Okkur tókst alveg örugglega að afstýra stórum og miklum eldi með snarræði, góðum tækjakosti og góðum mönnum,“ segir Kristján en fjöldi bíla var í húsinu auk gaskúta.

vísir/magnús hlynur
vísir/magnús hlynur
vísir/magnús hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×