Kræfir vasaþjófar stela farsímum á Austur Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2015 16:04 Mjög mikið hefur verið um það að undanförnu að tilkynnt hafi verið um stuld á farsímum á skemmtistöðum. Andrea Björnsdóttir, tvítugur nemi við Verzlunarskóla Íslands, fór á Austur um helgina. Nánar tiltekið á laugardagskvöldinu. Og þar sem hún var að dansa gerði kræfur vasaþjófur sér lítið fyrir, fór í veskið hennar og stal nýjum iPhone 6 síma, sem var í þar til gerðu hulstri og fór þá greiðslukort Andreu einmig með símanum.Farið í veskið á dansgólfinu „Hræðilegt,“ segir Andrea þegar Vísir setti sig í samband við hana. Andrea vonast að sjálfsögðu til þess að fá símann aftur en gerir sér grein fyrir því að líkurnar eru hverfandi. „Þeir sem gera svona ætla sér ekki að skila því sem þeir taka og bíða oftast bara nógu lengi eftir því að byrja að nota símann, bíða þar til eigandinn er hættur að leita.“ Andrea hefur lýst eftir símanum á Facebooksíðu sinni og segir meðal annars: „Þetta var hvítur/silfur Iphone 6 í bláu veski þar sem einnig voru geymd kort. Ég er aðeins búin að eiga þennan síma í 5 daga. Það var farið ofan í veskið mitt á dansgólfinu og síminn tekinn ásamt hulstrinu og kortunum. Þetta gerðist líka fyrir aðra stelpu í kvöld á Austur. Þegar ég reyndi að hringja í hann var búið að taka símkortið úr og slökkva á símanum. Ég mun kæra þetta í fyrramálið og verður þá síminn fundinn á endanum með því að rekja hann,“ skrifar Andrea og heitir fundarlaunum og fullum trúnaði. (Sjá innfellda færslu Andreu.)Skipulagður þjófnaður Sigurbjörn Jónsson aðalvarðstjóri segir að það hafi verið mikið um tilkynningar þessa efnis, það er að farsímum hafi verið stolið, á síðustu tveimur til þremur mánuðum. Nokkuð var um þetta í fyrra, svo datt þetta niður og hefur gosið upp aftur núna. „Stundum eru þetta þrír til fjórir símar á kvöldi eða nóttu. Eins og menn geri út á það að fara á skemmtistaðina og stela símum. Við erum að reyna kortleggja þetta eins og við getum. Höfum verið að athuga myndavélakerfin á þessum stöðum, athuga hvort við sjáum eitthvað. Þó rennilás sé á veskjunum, fara þeir ofan í töskurnar og taka símana,“ segir Sigurbjörn sem þorir ekki að ganga svo langt að tala um faraldur, en það láti nærri. Hann vill brýna fyrir fólki að passa sérstaklega vel uppá síma sína þegar það fer á skemmtistaði. Það vefst ekkert fyrir þessum kræfu vasaþjófum. Innlegg frá Andrea Björnsdóttir. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Andrea Björnsdóttir, tvítugur nemi við Verzlunarskóla Íslands, fór á Austur um helgina. Nánar tiltekið á laugardagskvöldinu. Og þar sem hún var að dansa gerði kræfur vasaþjófur sér lítið fyrir, fór í veskið hennar og stal nýjum iPhone 6 síma, sem var í þar til gerðu hulstri og fór þá greiðslukort Andreu einmig með símanum.Farið í veskið á dansgólfinu „Hræðilegt,“ segir Andrea þegar Vísir setti sig í samband við hana. Andrea vonast að sjálfsögðu til þess að fá símann aftur en gerir sér grein fyrir því að líkurnar eru hverfandi. „Þeir sem gera svona ætla sér ekki að skila því sem þeir taka og bíða oftast bara nógu lengi eftir því að byrja að nota símann, bíða þar til eigandinn er hættur að leita.“ Andrea hefur lýst eftir símanum á Facebooksíðu sinni og segir meðal annars: „Þetta var hvítur/silfur Iphone 6 í bláu veski þar sem einnig voru geymd kort. Ég er aðeins búin að eiga þennan síma í 5 daga. Það var farið ofan í veskið mitt á dansgólfinu og síminn tekinn ásamt hulstrinu og kortunum. Þetta gerðist líka fyrir aðra stelpu í kvöld á Austur. Þegar ég reyndi að hringja í hann var búið að taka símkortið úr og slökkva á símanum. Ég mun kæra þetta í fyrramálið og verður þá síminn fundinn á endanum með því að rekja hann,“ skrifar Andrea og heitir fundarlaunum og fullum trúnaði. (Sjá innfellda færslu Andreu.)Skipulagður þjófnaður Sigurbjörn Jónsson aðalvarðstjóri segir að það hafi verið mikið um tilkynningar þessa efnis, það er að farsímum hafi verið stolið, á síðustu tveimur til þremur mánuðum. Nokkuð var um þetta í fyrra, svo datt þetta niður og hefur gosið upp aftur núna. „Stundum eru þetta þrír til fjórir símar á kvöldi eða nóttu. Eins og menn geri út á það að fara á skemmtistaðina og stela símum. Við erum að reyna kortleggja þetta eins og við getum. Höfum verið að athuga myndavélakerfin á þessum stöðum, athuga hvort við sjáum eitthvað. Þó rennilás sé á veskjunum, fara þeir ofan í töskurnar og taka símana,“ segir Sigurbjörn sem þorir ekki að ganga svo langt að tala um faraldur, en það láti nærri. Hann vill brýna fyrir fólki að passa sérstaklega vel uppá síma sína þegar það fer á skemmtistaði. Það vefst ekkert fyrir þessum kræfu vasaþjófum. Innlegg frá Andrea Björnsdóttir.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira