Innlent

Þrjú ungmenni handtekin eftir eftirför í Árbæ

Bjarki Ármannsson skrifar
Ófærð í Ártúnsbrekkunni. Myndin er ekki af eftirför lögreglu í dag.
Ófærð í Ártúnsbrekkunni. Myndin er ekki af eftirför lögreglu í dag. Vísir/Pjetur
Lögregla veitti stolinni bifreið eftirför í Árbænum í Reykjavík stuttu fyrir hádegi í dag. Lögreglumenn urðu þá varir við bifreiðina, sem hafði verið stolið.

Ökumaður bílsins reyndi undankomu, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Náði eftirförin frá Höfðabakka austur Bæjarháls og síðar Rofabæ. Þar var bifreiðinni ekið upp á gangstétt og eftir göngustígum þar til henni var loks ekið á ljósastaur.

Þrjú ungmenni hlupu úr bifreiðinni eftir áreksturinn en þau náðust og voru handtekin eftir stutt hlaup. Að sögn lögreglu voru ungmennin í einhvers konar vímu og voru þau vistuð í fangageymslu. Ekki kemur fram hversu gömul þau eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×