Innlent

Þingmaður út að bjarga eldsnemma í morgun

Jakob Bjarnar skrifar
Ásmundur var kominn á fætur fyrir allar aldir og dró upp bíla á leið sinni í þingið.
Ásmundur var kominn á fætur fyrir allar aldir og dró upp bíla á leið sinni í þingið.
Þungfært er víða á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst á Suðurnesjum og voru nokkrir ökumenn fastir í Reykjanesbæ.

Það virðist ekki fara Ásmundi Friðrikssyni verr að vera dráttarbílstjóri en þingmaður, ef marka má nýja færslu hans á Facebook. Þar greinir hann frá því að hann hafi verið kominn á fætur fyrir allar aldir og var við það eldsnemma á morgun að aðstoða ökumenn sem höfðu fest sig.

Ásmundur greinir frá því að fólk hafi lent í erfiðleikum snemma í morgun, þá er hann ók í gegnum Keflavík og að hann hafi dregið upp bíla og aðstoðað fólk á leið sinni í þingið. „Það er gott að vera snemma á fótum og leika dráttarbílstjóra,“ segir Ásmundur og birtir myndir af föstum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×