Innlent

Tvisvar sinnum hærri sekt fyrir að leggja ólöglega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gjald fyrir að leggja ólöglega mun hækka úr 5.000 kr. í 10.000 kr.
Gjald fyrir að leggja ólöglega mun hækka úr 5.000 kr. í 10.000 kr. Vísir/gva
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur óskað eftir staðfestingu innanríkisráðherra á hækkun stöðvunarbrota í Reykjavík en samkvæmt umferðarlögum ákveður sveitarstjórn fjárhæðina í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu. Á þetta við þegar álagning fer fram á vegum sveitarfélags.

Á fundi borgarráðs þann 2. október 2014 var tillaga bílastæðanefndar borgarinnar frá 12. september 2014 um hækkun stöðubrotsgjalda samþykkt.

Annars vegar er um að ræða stöðubrotsgjald vegna banns við að leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum, að eigi megi stöðva eða leggja ökutæki á gangstétt, gangstíg, umferðareyju, á gangbraut, gatnamótum, í merktu stæði fyrir leigubifreiðar eða á biðstöð fyrir hópbifreiðar. Gjald vegna brots gegn ofangreindu mun hækka úr 5.000 kr. í 10.000 kr.

Hins vegar er um að ræða stöðubrotsgjald vegna brots ef ökutæki er lagt í merkt stæði fyrir bifreiðir fatlaðs fólks. Gjald vegna brots gegn ákvæðinu mun hækka úr 10.000 kr. í 20.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×