Viðskipti innlent

Vilja vita hvort Alþingi geti breytt TISA-samningnum

„Það verður nánast ómögulegt að breyta eitthvað til um það hvernig við viljum að haga okkar alþjóðaviðskiptum því við verðum svo geirnegld inn í þetta,“ segir Birgitta Jónssdóttir, þingmaður Pírata, um TISA-samninginn.
„Það verður nánast ómögulegt að breyta eitthvað til um það hvernig við viljum að haga okkar alþjóðaviðskiptum því við verðum svo geirnegld inn í þetta,“ segir Birgitta Jónssdóttir, þingmaður Pírata, um TISA-samninginn. vísir/daníel
Utanríkismálanefnd óskaði eftir minnisblaði frá Utanríkisráðherra um hvort Alþingi gæti lagt fram breytingartillögur á TISA-samningnum eða gert Ísland undanþegin ákveðnum ákvæðum samningsins þegar hann verður lagður fyrir Alþingi. Þá var einnig óskað eftir upplýsingum um hvernig samráði utanríkisráðuneytisins við önnur ráðuneyti, hagsmunaaðila og samtök væri háttað við mótun á stefnu Íslands í viðræðunum. Þetta segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. 



Í TISA-samninginn á að felsast aukið frelsi  í þjónustuviðskiptum en viðræður um samninginn standa nú yfir milli fleiri en fimmtíu þjóða.


Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd, segir ekki nægjanlega skýr svör borist varðandi aðkomu Alþingis að samningnum. Birgitta telur það óæskilegt ef Alþingi geti ekki breytt ákveðnum ákvæðum án þess að fella samninginn heild.

Birgitta segir einnig að afar erfitt verði fyrir Ísland að gera miklar breytingar á málaflokkum sem heyra undir samninginn eftir að samningurinn er samþykktur. „Það verður nánast ómögulegt að breyta eitthvað til um það hvernig við viljum að haga okkar alþjóðaviðskiptum því við verðum svo geirnegld inn í þetta,“ segir Birgitta.

Birgir segir ekki búið að taka afstöðu til þess hvort minnisblaðið verði gert opinbert eftir að nefndinni tekur það til umfjöllunar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×