Ásmundur um tjáningarfrelsið: Fótum troðið og aðeins fyrir útvalda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2015 14:13 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Enn gerast hræðilegir atburðir í okkar nágrannalöndum. Í gær komu þúsundir Dana saman í Kaupmannahöfn til að mótmæla drápum á saklausum borgurum um síðustu helgi. Fulltrúar Íslands voru þar mættir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi á öðrum tímanum í dag. Í máli sínu undir liðnum störf þingsins, fjallaði Ásmundur um umræðuna um forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. Hann sagði umræðuna í nágrannalöndum okkar vera opna, en að hér ætti hún sér ekki stað og þeir sem reyndu að koma henni af stað væru „skotnir niður og ataðir auri“. „Um síðustu helgi voru saklausir borgarar og lögregluþjónar særðir í árásum í Kaupmannahöfn. Okkar gömlu höfuðborg Þar sem hundruð Íslendinga ganga um á hverjum degi. Með morðunum var verið að mótmæla gildum frelsis og laga og nú lýsa trúbræður morðingjans yfir stuðningi við hann,“ sagði Ásmundur. „Í nágrannalöndum okkar er opin umræða um þá hættu sem steðjar að hinum frjálsa heimi og þjóðfélögum vegna fjölgunar á árásum einstaklinga og hvers konar öfgahópa.“ Hann sagði enga slíka umræðu eiga sér stað hér á landi og spurningin væri hve lengi við ætluðum að skila auðu í umræðunni um öryggi íbúanna. „Hér hafast menn öðruvísi að. Þeim sem vekja athygli á hættunni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni sem aldrei kemst á það stig að ræða um málefnið,“ sagði Ásmundur. „Virðulegi forseti. Tjáningarfrelsið er fótum troðið, en það virðist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda.“ Ásmundur þakkaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra fyrir að hefja umræðuna um hvort að taka eigi upp forvirkar rannsóknarheimildir hér á landi. „Tökum umræðuna í samfélaginu um þá ógn sem að steðjar að nágrannalöndum okkar en við getum ekki tekið áhættu á að hún berist ekki hingað.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira