Innlent

Eldur kom upp í útkalli vegna snjósleðaslyss

Bjarki Ármannsson skrifar
Fljótlega tókst að slökkva eldinn í dag.
Fljótlega tókst að slökkva eldinn í dag. Vísir/Vilhelm
Eldur kom upp í bifreið björgunarsveitarinnar í útkalli í skíðasvæðinu í Skálafelli á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um að tveimur snjósleðum hefði verið ekið fram af snjóhengju.

Eldurinn var fljótlega slökktur en mennirnir tveir sem óku snjósleðunum slösuðust ekki alvarlega. Um tvo starfsmenn fjarskiptafyrirtækis er að ræða, að því er fram kemur í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frá vettvangi slyssins í dag.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×