Starfslokasamningar tryggja toppana en launafólk sett út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 13:03 Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp um að endurvekja biðlaunaréttinn hjá ríkinu og vill að hann verði einnig innleiddur á almenna markaðnum. Afnám biðlauna hafi leitt til rausnarlegra starfslokasamninga við toppana hjá ríkinu en almennir launamenn séu háðir dutlungum yfirmanna sinna. Frá árinu 1954 til 1996 voru í gildi lög um biðlaunarétt opinberra starfsmanna við starfsmissi þegar störf voru lögð niður. En árið 1996 féllu lögin úr gildi með setningu laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna telur fulla þörf á að endurvekja lögin um biðlaunaréttinn. Þróunin sýni að þau hafi átt fyllilega rétt á sér því starfslokasamningar séu annmörkum háðir.Dugar opinberum starfsmönnum ekki almennur uppsagnarfrestur eins og fólki á almenna vinnumarkaðnum? „Nei, ég vildi að biðlaunaréttur tæki til alls vinnumarkaðarins. Það hefur ágerst í seinni tíð að gerðir eru svo kallaðir starfslokasamningar. En þeir taka fyrst og fremst til toppanna og nema oft milljónum og milljónum tuga króna. Það gerist á almenna vinnumarkaðnum og það gerist líka hjá svo kölluðum opinberum hlutafélögum hjá ríkinu,“ segir Ögmundur. Í stað starfslokasamninga sem byggi á geðþóttaákvörðunum verði réttarstaðan skýr og nái einnig til almennra starfsmanna. Í frumvarpinu sé talað um opinbera starfsmenn hjá ríki og opinberum hlutafélögum, því löggjafinn geti tekið á þeim málum. „Hitt þarf að setja í samninga eins og tíðkast hefur áður. Það á bæði við um starfsmenn sveitarfélaganna og á almennum vinnumarkaði. Ég er einfaldlega að reyna að vinda ofan af öfugþróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Að það er búið til forréttindakerfi fyrir þá sem standa ofarlega hvort sem er hjá ríkið eða á almennum vinnumarkaði en hinum er vísað út á gaddinn,“ segir Ögmundur. Hvorki lög né kjarasamningar tryggi nægjanlega rétt almenns launafólks þegar kemur að starfslokum eða þegar störf þess eru lögð niður og það hrapi niður í tekjum, á sama tíma og topparnir fái rausnarlega starfslokasamninga sem oft byggi á geðþóttaákvörðunum.Þannig að þér finnst að það séu dæmi um að toppar í opinbera kerfinu hafi fengið full rausnarlega starfslokasamninga? „Já, mjög mikið um slíkt. Síðan er þessu í ofanálg haldið leyndu hver þessi kjör eru og þetta á náttúrlega ekki að þekkjast. Þetta á allt að vera uppi á borðinu,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels