Lífið

„Hann skrifaði mér óhugnanleg og dónaleg bréf og ég var orðin verulega hrædd“

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Eivör Pálsdóttir
Eivör Pálsdóttir Vísir/Aldís Pálsdóttir
Söngkonan Eivör Pálsdóttir er í forsíðuviðtali hjá Nýju Lífi í febrúarmánuði. Eivör hefur verið ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar í áraraðir.

Í viðtalinu ræðir hún um langtímaáhrif þess að hafa verið áreitt af eltihrelli.

,,Hann fór að elta mig út um allt og á endanum til Færeyja. Þar læsir enginn hurðunum sínum en ég var farin að læsa mínum og þorði varla að vera ein heima," segir Eivör í viðtalinu. ,,Hann skrifaði mér mörg óhugnanleg og dónaleg bréf og ég var orðin verulega hrædd."

Eivör ræðir einnig ást sína og tengingu við Ísland og hversu erfitt það hafi verið að fara frá Færeyjum. 

 „Ég gleymi því aldrei þegar ég kvaddi mömmu. Hún stóð við gluggann með tárin í augunum. En það hefði ekkert getað stoppað mig, ég var svo ákveðin í að prófa mig áfram með röddina og það ætlaði ég að gera á Íslandi.“ 



Hún talar um hvernig þessi reynsla hennar hafði áhrif á að hún leitaði upprunans og hjónaband sitt.

„Hann kemur ekki heim með blóm eða nuddar á mér fæturna en hann er rómantískur á sinn hátt. Hann hefur einhver mögnuð áhrif á mig sem ég get ekki útskýrt. Það þarf ekki að fylgja einhverri uppskrift til að viðhalda hamingjunni og ástinni. Og ef mig langar í hefðbundna rómantík þá sé ég bara um það sjálf.“



Viðtalið má lesa í febrúarblaði Nýs Lífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.