Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 21-28 | Yfirburðir Vals í seinni hálfleik 8. febrúar 2015 14:48 Vísir/Stefán Topplið Vals í Olísdeild karla tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Akureyri norðan heiðá, 28-21. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd í þeim síðari og sigldu öruggum sigri í höfn. Geir Guðmundsson, uppalinn Akureyringur, var markahæstur Valsmanna með sex mörk en Nicklas Selvic skoraði sex fyrir heimamenn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en mistök voru nokkuð áberandi partur af leik beggja liða, lélegar sendingar og mikið um tapaða bolta. Mestur var munurinn þrjú mörk þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en Valsmenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á að leiða með einu þangað til að Ómar Ingi Magnússon kom kom Val í tveggja marka forustu rétt áður en Orri Freyr Gíslason fékk sína þriðju brottvísun. Það var svo Sigþór Heimisson sem minnkaði muninn með síðasta marki hálfleiksins og staðan því 10-11 Valsmönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn var svo gott sem eign Vals frá upphafi til enda, það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks eftir hálfleik. Heimamenn héldu áfram að gera mistök á meðan leikur Vals small betur en í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikurinn sem var gríðarlega þéttur. Það tók Valsmenn aðeins sjö mínútur að komast fimm mörkum yfir og það var forskot sem þeir sleptu aldrei takinu á. Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn í tíu mörk en korterið þar á undan höfðu heimamenn aðeins náð að skora tvö mörk á móti átta frá leikmönnum Vals. Þrátt fyrir uppgjöf hjá heimamönnum náðu þeir aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið og minnka forskot Vals niður í sjö mörk, 21-28. Sanngjarn og verðskuldaður sigur Vals en liðið virkar afar öflugt þessa daga í efsta sæti í deild og komnir í undanúrslit í bikar.Geir: Frábært að vera kominn í Höllina „Þetta var hörku leikur og sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Geir Guðmundsson nokkuð sáttur eftir leik en hann var markahæstur í liði Vals með sex mörk á sínum gamla heimavelli. „Það mættu bæði lið brjáluð til leiks en sóknarleikur beggja var nokkuð stirður, tæknifeilar og menn klúðrandi góðum færum. En við fórum saman inn í hálfleik og vorum sammála um það að við ættum helling inni. Við mætum svo og fáum á okkur einhver tíu mörk og skorum sautján sem er bara hörku gott." Sautján marka sigur í síðasta deildarleik og svo öruggur útisigur á Akureyri í næsta leik, er liðið óstöðvandi? „Við erum allavega á rönni. Tökum einn leik í einu og einbeitum okkur af litlu verkefnum fyrst. Það er bara svo frábært að vera kominn í Höllina og vonandi höldum við þessu rönni bara áfram"Sverre: Vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér „Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson eftir leik þegar hann var spurður út í það hvað gerðist í seinni hálfleik leiksins. „Það eiginlega bara hrundi allt. Við spiluðum agað og með hjartanu, vorum í góri stöðu í hálfleik og maður sá fram á hörku leik sem við ætluðum okkur að sjálfsögðu að klára en svo datt bara allt niður." Þú virtist sjálfur eiga eitthvað erfitt þarna í seinni hálfleiknum? „Já ég fór í bakinu stuttu fyrir hálfleik. Ég ætlaði mér að klára leikinn en svo bara gat ég það ekki, því miður. Ég ætla ekkert að láta þetta plaga mig of lengi samt, leiðinlegur tímapunktur en vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér heldur að við höfum ekki gert meiri leik úr þessu. Við lögðum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn en löbbum svo útaf með skottið milli fóta og það er sárt. Það var rosalega skemmtileg helgi í boði sem eru forréttindi fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í og ég og nokkrir aðrir hér eru á síðasta snúning að fá að upplifa slíkt, sem leikmaður allavega, þannig að þetta var leiðinleg afmælisgjöf." Íslenski handboltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Topplið Vals í Olísdeild karla tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Akureyri norðan heiðá, 28-21. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd í þeim síðari og sigldu öruggum sigri í höfn. Geir Guðmundsson, uppalinn Akureyringur, var markahæstur Valsmanna með sex mörk en Nicklas Selvic skoraði sex fyrir heimamenn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en mistök voru nokkuð áberandi partur af leik beggja liða, lélegar sendingar og mikið um tapaða bolta. Mestur var munurinn þrjú mörk þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en Valsmenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á að leiða með einu þangað til að Ómar Ingi Magnússon kom kom Val í tveggja marka forustu rétt áður en Orri Freyr Gíslason fékk sína þriðju brottvísun. Það var svo Sigþór Heimisson sem minnkaði muninn með síðasta marki hálfleiksins og staðan því 10-11 Valsmönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn var svo gott sem eign Vals frá upphafi til enda, það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks eftir hálfleik. Heimamenn héldu áfram að gera mistök á meðan leikur Vals small betur en í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikurinn sem var gríðarlega þéttur. Það tók Valsmenn aðeins sjö mínútur að komast fimm mörkum yfir og það var forskot sem þeir sleptu aldrei takinu á. Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn í tíu mörk en korterið þar á undan höfðu heimamenn aðeins náð að skora tvö mörk á móti átta frá leikmönnum Vals. Þrátt fyrir uppgjöf hjá heimamönnum náðu þeir aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið og minnka forskot Vals niður í sjö mörk, 21-28. Sanngjarn og verðskuldaður sigur Vals en liðið virkar afar öflugt þessa daga í efsta sæti í deild og komnir í undanúrslit í bikar.Geir: Frábært að vera kominn í Höllina „Þetta var hörku leikur og sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Geir Guðmundsson nokkuð sáttur eftir leik en hann var markahæstur í liði Vals með sex mörk á sínum gamla heimavelli. „Það mættu bæði lið brjáluð til leiks en sóknarleikur beggja var nokkuð stirður, tæknifeilar og menn klúðrandi góðum færum. En við fórum saman inn í hálfleik og vorum sammála um það að við ættum helling inni. Við mætum svo og fáum á okkur einhver tíu mörk og skorum sautján sem er bara hörku gott." Sautján marka sigur í síðasta deildarleik og svo öruggur útisigur á Akureyri í næsta leik, er liðið óstöðvandi? „Við erum allavega á rönni. Tökum einn leik í einu og einbeitum okkur af litlu verkefnum fyrst. Það er bara svo frábært að vera kominn í Höllina og vonandi höldum við þessu rönni bara áfram"Sverre: Vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér „Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson eftir leik þegar hann var spurður út í það hvað gerðist í seinni hálfleik leiksins. „Það eiginlega bara hrundi allt. Við spiluðum agað og með hjartanu, vorum í góri stöðu í hálfleik og maður sá fram á hörku leik sem við ætluðum okkur að sjálfsögðu að klára en svo datt bara allt niður." Þú virtist sjálfur eiga eitthvað erfitt þarna í seinni hálfleiknum? „Já ég fór í bakinu stuttu fyrir hálfleik. Ég ætlaði mér að klára leikinn en svo bara gat ég það ekki, því miður. Ég ætla ekkert að láta þetta plaga mig of lengi samt, leiðinlegur tímapunktur en vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér heldur að við höfum ekki gert meiri leik úr þessu. Við lögðum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn en löbbum svo útaf með skottið milli fóta og það er sárt. Það var rosalega skemmtileg helgi í boði sem eru forréttindi fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í og ég og nokkrir aðrir hér eru á síðasta snúning að fá að upplifa slíkt, sem leikmaður allavega, þannig að þetta var leiðinleg afmælisgjöf."
Íslenski handboltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira