Beck virðir West: Kanye ætlaði aftur óboðinn upp á svið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. febrúar 2015 16:39 Kanye gengur af sviðinu í gær. Vísir/AFP Kanye West ætlaði að endurtaka leikinn og fara óboðinn upp á svið á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær þegar Beck fékk verðlaun fyrir plötu ársins. Uppákoman í gær var vísun í það þegar Kanye fór upp á svið þegar Taylor Swift tók við verðlaunum á MTV VMA-hátíðinni. Í bæði skiptin var verið að sniðganga söngkonuna Beyoncé. Í fyrstu virtist sem Kanye væri að grínast og hlógu gestir að þessu uppátæki hans. Beck virðist hafa brugðið mjög, sjálfum: Kanye tók svo allan vafa af hvort að um grín hafi verið að ræða því hann sagði í viðtali að Beck ætti verðlaunin ekki skilið: „Beck þarf að virða listamennsku og hefði átt að gefa Beyoncé verðlaunin sín. Maður er orðinn þreyttur á svona hlutum, þarna er verið að gera lítið úr listinni. Menn eru ekki að virða listina og eru að slá fólk utanundir eftir að það vann listrænt þrekvirki. Hér er verið að vanvirða listrænan innblástur," sagði hann í samtali við E! sjónvarpsstöðina. Kanye segist vilja berjast fyrir sköpunargleðinni. Hann segist ekki hafa gengið eins langt og hann gerði árið 2009 því hann var með fjölskylduna sína með sér. „Það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekkert í kvöld. En þið vitið öll hvað það þýddi þegar 'Ye steig á svið," útskýrði hann, og já, talaði um sig í 3. persónu.Beck varð steinhissa á þessu uppátæki Kanye.Vísir/afpBeck sjálfur segist hafa búist við sigri Beyoncé. „Ég hélt að hún myndi vinna. Kommon...Þetta er Beyoncé." Beck lýsti svo tilfinningum sínum: „Ég var bara mjög spenntur þegar hann var að koma að sviðinu," segir hann í samtali við US Weekly, um Kanye West og heldur áfram: „Kanye West á skilið að vera á sviðinu. Hversu margar klassískar plötur hefur hann gefið út á síðustu fimm árum." Beck segist halda upp á Kanye og kallar hann snilling. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Kanye West ætlaði að endurtaka leikinn og fara óboðinn upp á svið á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær þegar Beck fékk verðlaun fyrir plötu ársins. Uppákoman í gær var vísun í það þegar Kanye fór upp á svið þegar Taylor Swift tók við verðlaunum á MTV VMA-hátíðinni. Í bæði skiptin var verið að sniðganga söngkonuna Beyoncé. Í fyrstu virtist sem Kanye væri að grínast og hlógu gestir að þessu uppátæki hans. Beck virðist hafa brugðið mjög, sjálfum: Kanye tók svo allan vafa af hvort að um grín hafi verið að ræða því hann sagði í viðtali að Beck ætti verðlaunin ekki skilið: „Beck þarf að virða listamennsku og hefði átt að gefa Beyoncé verðlaunin sín. Maður er orðinn þreyttur á svona hlutum, þarna er verið að gera lítið úr listinni. Menn eru ekki að virða listina og eru að slá fólk utanundir eftir að það vann listrænt þrekvirki. Hér er verið að vanvirða listrænan innblástur," sagði hann í samtali við E! sjónvarpsstöðina. Kanye segist vilja berjast fyrir sköpunargleðinni. Hann segist ekki hafa gengið eins langt og hann gerði árið 2009 því hann var með fjölskylduna sína með sér. „Það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekkert í kvöld. En þið vitið öll hvað það þýddi þegar 'Ye steig á svið," útskýrði hann, og já, talaði um sig í 3. persónu.Beck varð steinhissa á þessu uppátæki Kanye.Vísir/afpBeck sjálfur segist hafa búist við sigri Beyoncé. „Ég hélt að hún myndi vinna. Kommon...Þetta er Beyoncé." Beck lýsti svo tilfinningum sínum: „Ég var bara mjög spenntur þegar hann var að koma að sviðinu," segir hann í samtali við US Weekly, um Kanye West og heldur áfram: „Kanye West á skilið að vera á sviðinu. Hversu margar klassískar plötur hefur hann gefið út á síðustu fimm árum." Beck segist halda upp á Kanye og kallar hann snilling.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira