Innlent

Fleirum líkar við Pakoda en Pegida

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leiða má líkum að Pakoda sé ákveðið svar við íslenskri Facebook-síðu Pegida.
Leiða má líkum að Pakoda sé ákveðið svar við íslenskri Facebook-síðu Pegida. Mynd/Facebook-síða Pakoda
Öfgasamtökin Pegida stofnuðu íslenska Facebook-síðu fyrr í mánuðinum en tæplega 2.000 manns hafa látið sér líka við síðuna. Pegida-samtökin eru þýsk að uppruna og berjast gegn meintri íslamsvæðingu Evrópu.

 

Stuttu eftir að Pegida-samtökin opnuðu sína síðu var Facebook-síða Pakoda-samtakanna sett á laggirnar. Tæplega 2.400 manns láta sér líka við þá síðu en í lýsingu á henni segir:

PAKODA á Íslandi eru samtök fólks um betri matarmenningu í Evrópu. Við munum birta hér efni frá áhugaverðum erlendum matarbloggum, í bland við annað efni sem tengist oft á tíðum framandi en ávallt hrífandi menningaráhrifum annarra jarðarbúa. Leyfum ekki fordómum og hræðsluáróðri að vaða uppi heldur njótum þess sem samferðafólk okkar hér á jörðinni hefur upp á að bjóða, einkum í mat!

Leiða má líkum að Pakoda sé ákveðið svar við íslenskri Facebook-síðu Pegida en lýsingin á þeim  er á þessa leið:

 

PEGIDA á Íslandi eru samtök fólks gegn islamvæðingu Evrópu. Við munum birta hér fréttatengt efni frá viðurkenndum erlendum fréttaveitum sem tengist innreið og uppgang islam í Evrópu. Fréttatengt efni sem fjölmiðlar á Íslandi birta ekki bæði til þöggunar og vegna pólitísks rétttrúnaðar.


Tengdar fréttir

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.

Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands

Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×