„Væri sárt að missa af ÓL í Ríó“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 27. janúar 2015 16:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Eva Björk Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40
Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00