Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2015 08:16 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson sagði á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu í Doha í morgun að hann væri virkilega ánægður með farmmistöðu sinna manna í danska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Danmörk vann Ísland, 30-25, og komst þar með áfram í 8-liða úrslit á HM í handbolta í Katar. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitunum. „Við spiluðum virkilega vel í gær. Ég var virkilega ánægður með vörnina. Við breyttum henni aðeins, spiluðum þéttar á sóknarleik Íslands og það gekk mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Við spiluðum líka vel í sókninni. Við hefðum vissulega getið unnið stærra en þetta var í lagi hjá okkur og góður leikur af okkar hálfu.“ „Næsti andstæðingur er heimsmeistari og er virkilega sterkur. Það er klárt. Spánn er með frábært lið sem spilar þétta vörn og er með nokkra stóra leikmenn. Við þurfum að vinna bug á því og reyna nokkrar útfærslur á okkar sóknarleik til að komast í gegnum spænsku vörnina.“ Guðmundur var spurður hver helsti munurinn væri á spænska liðinu og því íslenska. „Spánn spilar öflugri varnarleik en Ísland og er með breiðari hóp. Þá hafa þeir ekki spilað jafn erfiða leiki í keppninni til þessa og liðin í riðlum okkar og Íslands.“ „Það skiptir okkur öllu máli að spila eins góða vörn og við getum. Við fengum til að mynda of margar brottvísanir í gær. Þær voru fimm og það finnst mér of mikið. Það getur ráðið úrslitum í leik gegn Spáni.“ Skondin uppákoma varð á fundinum því ljósin í herberginu slokknuðu á miðjum fundi. Guðmundur brosti út í annað en hélt áfram að svara spurningum blaðamanna. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson sagði á blaðamannafundi sínum á Hilton-hótelinu í Doha í morgun að hann væri virkilega ánægður með farmmistöðu sinna manna í danska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Danmörk vann Ísland, 30-25, og komst þar með áfram í 8-liða úrslit á HM í handbolta í Katar. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitunum. „Við spiluðum virkilega vel í gær. Ég var virkilega ánægður með vörnina. Við breyttum henni aðeins, spiluðum þéttar á sóknarleik Íslands og það gekk mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Við spiluðum líka vel í sókninni. Við hefðum vissulega getið unnið stærra en þetta var í lagi hjá okkur og góður leikur af okkar hálfu.“ „Næsti andstæðingur er heimsmeistari og er virkilega sterkur. Það er klárt. Spánn er með frábært lið sem spilar þétta vörn og er með nokkra stóra leikmenn. Við þurfum að vinna bug á því og reyna nokkrar útfærslur á okkar sóknarleik til að komast í gegnum spænsku vörnina.“ Guðmundur var spurður hver helsti munurinn væri á spænska liðinu og því íslenska. „Spánn spilar öflugri varnarleik en Ísland og er með breiðari hóp. Þá hafa þeir ekki spilað jafn erfiða leiki í keppninni til þessa og liðin í riðlum okkar og Íslands.“ „Það skiptir okkur öllu máli að spila eins góða vörn og við getum. Við fengum til að mynda of margar brottvísanir í gær. Þær voru fimm og það finnst mér of mikið. Það getur ráðið úrslitum í leik gegn Spáni.“ Skondin uppákoma varð á fundinum því ljósin í herberginu slokknuðu á miðjum fundi. Guðmundur brosti út í annað en hélt áfram að svara spurningum blaðamanna.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum. 26. janúar 2015 20:24
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita