Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar.
Alexander skoraði 7 mörk úr 12 skotum og lék í 55 mínútur en aðeins Guðjón Valur Sigurðsson var lengur inná en fyrirliðinn fór aldrei af velli og lék í 60 mínútur.
„Þetta var eins og á móti Svíum, sóknarleikurinn gékk ekki og markvörðurinn varði allt sem kom á markið. Það var erfitt að skora í kvöld," sagði Alexander.
Af hverju gékk það svona illa?
„Ég veit það ekki. Á móti Svíum spiluðum við Aron Pálmarsson og það gékk ekki vel og við klúðruðum mörgum færum því við vorum ekki að spila saman. Núna var erfitt að komast í skot og við skoruðum ekki mörg mörk fyrir utan 9 metrana," sagði Alexander.
Hvað er besta liðið sem þið hafið mætt í keppninni?
„Danir eru bestir og ég held að þeir geti orðið meistarar," sagði Alexander.
Allt viðtalið við Alexander má finna hér fyrir ofan.
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar
Arnar Björnsson í Katar skrifar
Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn