Útilokað að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 11:00 Frá búningaæfingu viðbragðsteymis við ebólu á Landspítalanum. Vísir/Stefán „Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira