Útilokað að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 11:00 Frá búningaæfingu viðbragðsteymis við ebólu á Landspítalanum. Vísir/Stefán „Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið. Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið.
Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira