Innlent

Jólin kvödd með viðeigandi hætti

Hrund Þórsdóttir skrifar
Þrettándinn er í dag og sjálf Grýla hélt blaðamannafund í Esjustofu, áður en hún hélt til fjalla.

Grýla mætti með sonum sínum og var erindið var að kveðja borgarbúa eftir jólin. Fjölskyldan notaði þó tækifærið til að bregða á leik með ýmsum hætti, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði og afhenti síðan Hjálparstarfi kirkjunnar tæpar níu hundruð þúsund krónur fyrir hönd Jólasveinaþjónustu Skyrgáms, sem gefur þannig tuttugu prósent af veltu sinni. Með framlaginu vildi Grýla minna á mikilvægi góðverka allt árið um kring.

„Enginn getur hjálpað öllum góðir landsmenn, en allir geta hjálpað einhverjum,“ sagði hún, við mikinn fögnuð sona sinna, sem gerðu sér svo lítið fyrir og tolleruðu móður sína við lok jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×