Auðveldara að skipuleggja ófrið en frið Heimir Már Pétursson skrifar 7. janúar 2015 19:00 vísir/stefán Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segir auðveldara að skipuleggja ófrið en frið en í morgun var skrifað undir samstarfssamning um friðarsetur í Reykjavík þar sem hann verður í formennsku ráðgjafanefndar. Stefnt er að því að setrið taki til starfa næsta haust. Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í morgun undir samstarfssamning um undirbúning stofnunar friðarseturs í Reykjavík sem verður hýst innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Sérstök ráðgjafanefnd hefur verið skipuð undir formennsku Jóns Gnarr en með honum í nefndinnni eru Silja Bára Ómarsdóttir fyrir hönd Háskólans og Svanhildur Konráðsdóttir fyrir hönd borgarinnar. Á blaðamannafundi í morgun kom fram að þetta verkefni hefði verið í undirbúningi í nokkur ár eða allt frá því Jón var borgarstjóri. Á næsta ári verða þrjátíu ár frá því leiðtogafundurinn frægi var haldinn í Höfða og í dag er skrifað undir samning um stofnun friðarsetur í sama húsi.Hvers vegna friðarsetur í Reykjavík? „Við höfum verið að sinna friðarmálum á undanförnum árum en núna viljum við leiða saman hesta. Nýta þau tækifæri sem eru og dýpka kannski umræðuna og láta hana ná víðar út í samfélagið,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Jón, þetta er verkefni sem þér hefur verið hugleikið lengi, frá því þú varst borgarstjóri? „Já virkilega og bara alla tíð. Mér hefur alltaf langað að vita og finna út hvernig maður skipuleggur frið. Hvernig organiserarmaður frið eins og fólki gengur svo vel að organisera ófrið,“ sagði Jón Gnarr. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor segir þetta verkefni hafa mikla þýðingu fyrir Háskólann. „Vegna þess að þar er mikil reynsla bæði af þverfaglegri samvinnu og alþjóðlegri samvinnu og hvoru tveggja er mjög mikilvægt í þessari samvinnu. Þannig að þegar reynsluheimur Alþjóðamálastofnunar og borgarinnar; þegar þessir kraftar sameinast held ég að góðir hlutir geti gerst,“ sagði Kristín.Reykjavíkurborg leggur verkefninu til startfé„Hugmyndin er svo að safna bæði rannsóknarstyrkjum , búa til alþjóðleg samstarfsverkefni , þannig að fé kæmi bæði héðan og þaðan,“ sagði Dagur.Jón, þú ert handhafi Lennon-Ono friðarverðlaunanna, All You Need is Love? „Já, en þú verður fyrst að skilja hvað Love er,“ sagði borgarstjórinn fyrrverandi og hló við með sínum alþekkta tvíræða hætti. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segir auðveldara að skipuleggja ófrið en frið en í morgun var skrifað undir samstarfssamning um friðarsetur í Reykjavík þar sem hann verður í formennsku ráðgjafanefndar. Stefnt er að því að setrið taki til starfa næsta haust. Borgarstjóri og rektor Háskóla Íslands skrifuðu í morgun undir samstarfssamning um undirbúning stofnunar friðarseturs í Reykjavík sem verður hýst innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Sérstök ráðgjafanefnd hefur verið skipuð undir formennsku Jóns Gnarr en með honum í nefndinnni eru Silja Bára Ómarsdóttir fyrir hönd Háskólans og Svanhildur Konráðsdóttir fyrir hönd borgarinnar. Á blaðamannafundi í morgun kom fram að þetta verkefni hefði verið í undirbúningi í nokkur ár eða allt frá því Jón var borgarstjóri. Á næsta ári verða þrjátíu ár frá því leiðtogafundurinn frægi var haldinn í Höfða og í dag er skrifað undir samning um stofnun friðarsetur í sama húsi.Hvers vegna friðarsetur í Reykjavík? „Við höfum verið að sinna friðarmálum á undanförnum árum en núna viljum við leiða saman hesta. Nýta þau tækifæri sem eru og dýpka kannski umræðuna og láta hana ná víðar út í samfélagið,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Jón, þetta er verkefni sem þér hefur verið hugleikið lengi, frá því þú varst borgarstjóri? „Já virkilega og bara alla tíð. Mér hefur alltaf langað að vita og finna út hvernig maður skipuleggur frið. Hvernig organiserarmaður frið eins og fólki gengur svo vel að organisera ófrið,“ sagði Jón Gnarr. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor segir þetta verkefni hafa mikla þýðingu fyrir Háskólann. „Vegna þess að þar er mikil reynsla bæði af þverfaglegri samvinnu og alþjóðlegri samvinnu og hvoru tveggja er mjög mikilvægt í þessari samvinnu. Þannig að þegar reynsluheimur Alþjóðamálastofnunar og borgarinnar; þegar þessir kraftar sameinast held ég að góðir hlutir geti gerst,“ sagði Kristín.Reykjavíkurborg leggur verkefninu til startfé„Hugmyndin er svo að safna bæði rannsóknarstyrkjum , búa til alþjóðleg samstarfsverkefni , þannig að fé kæmi bæði héðan og þaðan,“ sagði Dagur.Jón, þú ert handhafi Lennon-Ono friðarverðlaunanna, All You Need is Love? „Já, en þú verður fyrst að skilja hvað Love er,“ sagði borgarstjórinn fyrrverandi og hló við með sínum alþekkta tvíræða hætti.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira