Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ 11. september 2015 09:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins fagnar hér gegn Tyrklandi. Visir/Valli Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25
Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00