Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ 11. september 2015 09:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins fagnar hér gegn Tyrklandi. Visir/Valli Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25
Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00