Sanddæluskipið Perla reis úr sæ Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Dæling úr skipinu hófst um tvö leytið í gær og klukkan sex var stærstur hluti skipsins kominn upp. Vísir/Ernir Unnið var að því lungann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvember. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukkan fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunaraðgerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjölmargir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánudaginn 2. nóvember þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunnar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafnframt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann daginn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðaráætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Unnið var að því lungann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvember. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukkan fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunaraðgerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjölmargir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánudaginn 2. nóvember þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunnar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafnframt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann daginn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðaráætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira