Sanddæluskipið Perla reis úr sæ Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Dæling úr skipinu hófst um tvö leytið í gær og klukkan sex var stærstur hluti skipsins kominn upp. Vísir/Ernir Unnið var að því lungann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvember. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukkan fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunaraðgerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjölmargir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánudaginn 2. nóvember þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunnar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafnframt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann daginn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðaráætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Unnið var að því lungann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvember. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukkan fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunaraðgerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjölmargir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánudaginn 2. nóvember þegar skyndilegur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunnar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafnframt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann daginn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðaráætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira