Innlent

Fréttir Stöðvar 2: Vilja stuðla að jafnréttisumræðu

Hrund Þórsdóttir skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt í beinni útsendingu við krakkana á bak við siguratriði Skrekks, sem vakið hefur mikla athygli í dag.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt í beinni útsendingu við krakkana á bak við siguratriði Skrekks, sem vakið hefur mikla athygli í dag.
Eins og fram hefur komið bar Hagaskóli sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk, í gærkvöldi. Atriðið hefur vakið gríðarlega athygli í dag og fengið mikið umtal á samfélagsmiðlum. Boðskapur atriðisins er mjög femínískur og samanstendur það af dansi og nokkurs konar rapp-ljóði um hvernig það er að vera ung stúlka í íslensku samfélagi í dag.

Skipuleggjendur atriðisins vilja stuðla að aukinni umræðu um jafnrétti kynjanna í víðara samhengi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, verður rætt við krakkana í beinni útsendingu frá Hagaskóla.

Fréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá að vanda.

Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá viðtalið úr Hagaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×