Innlent

Ölvaður ók utan í sex bíla í Kópavogi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Mildi þykir að engan hafi sakað þegar ölvaður ökumaður ók utan í að minnsta kosti sex bíla og eitt fellihýsi við Kársnesbraut í Kópavogi í kvöld. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn var handtekinn og hefur verið vistaður í fangageymslu, þar til af honum rennur, að sögn lögreglu.

Töluvert tjón er á bifreiðunum sem maðurinn ók utan í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×