Innlent

Sinueldur við Hvaleyrarvatn

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttir af sinueldum hafa veirð tíðar síðustu daga.
Fréttir af sinueldum hafa veirð tíðar síðustu daga. Vísir/Svefán
Búið er að slökkva sinueld sem kom upp við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði fyrr í kvöld.

Talsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir eldinn hafa verið minni en á horfðist í fyrstu. Slökkvilið sé þó enn á staðnum til að koma í veg fyrir að kvikni aftur í glæðum.

Svæðið sem brann er um 100 fermetrar að stærð og er sunnan við vatnið.

Sinueldar hafa verið nokkuð tíðir á landinu síðustu daga.


Tengdar fréttir

Aftur kviknað í sinu við Stokkseyri

Um 15-20 slökkviliðsmenn eru nú að störfum við Stokkseyri en aftur er kominn upp sinueldur á svæði þar sem kviknaði í í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×