Innlent

Sinubruni í Kópavogi: Stefnir í átt að íbúðarhverfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sinubruninn er í Lindarhverfinu á móti Kosti.
Sinubruninn er í Lindarhverfinu á móti Kosti. vísir/valli
Töluverður sinubruni er kominn upp í Kópavogi, nánar tiltekið við Lindarhverfið á móti versluninni Kosti.

Samkvæmt sjónvarvotti virðist eldurinn vera að teygja sig inn í íbúðarhverfið og gæti skapast einhver hætta.

Hér má sjá kort þar sem sést hvar bruninn er.
Sinubruninn stefnir í áttina að Múlalind, Mánalind og Laxalind í Kópavogi. 

Slökkviliðið er ekki komið á staðinn en viðmælandi Vísis tilkynnti brunann klukkan 13:15. Fréttin verður uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berast. 

Uppfært klukkan 14:14

Tvær slökkviliðsstöðvar fóru á staðinn og eru nú að ná tökum á eldinum. Í samtali við fréttastofu segir slökkviliðsmaður að um einn hektari hafi brunnið og það hafi gerst á mjög stuttum tíma.

Hann segir að tré á svæðinu hafi brunnið lítillega og það skapist alltaf viss hætta þegar svona sinubruni stefnir í átt að húsum. 

Uppfært klukkan 14:42 

Slökkviliðið hefur náð að slökkva eldinn.

mynd/alma
mynd/alma
mynd/alma
mynd/alma
mynd/alma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×