Hverja skal fella? Ari Teitsson skrifar 17. júní 2015 07:00 Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. júní sl. fjallar Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, um það tjón sem viðskiptabankarnir ollu þjóðarbúinu á sínum tíma og segir: „Því miður hafa stjórnvöld ekki enn gert greinarmun á þeim fjármálafyrirtækjum sem af stafar kerfisleg áhætta fyrir þjóðarbúið og hinna sem minni eru og hafa enga kerfislega áhættu og eiga undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana. Að mínu viti er hér um mikla mismunun að ræða gagnvart minni fjármálafyrirtækjum sem fyrir löngu er æskilegt að leiðrétta.“ Margt virðist styðja ofangreinda niðurstöðu. Þannig hafa tveir sparisjóðir verið yfirteknir af stóru bönkunum á síðustu mánuðum á grundvelli nýs mats á útlánasafni þeirra. Báðir höfðu þó nýlega sætt sérstöku mati á eignum og ársreikningar þeirra endurskoðaðir af virtum endurskoðunarfyrirtækjum. Ekkert verður hér sagt um hvort matið sé réttara en það er hins vegar stór, alvarleg og óafturkræf ákvörðun að fella sparisjóði og slíkt má ekki gerast nema að vel athuguðu máli og með löngum tímafrestum enda ráð fyrir slíku gert í lögum. Hafi ástæða fyrir að því er virðist skyndiákvörðunum um yfirtöku sparisjóðanna verið að hætta væri á að áhlaup yrði gert á innistæður viðkomandi fjármálafyrirtækja, hefði slíkt verið vel viðráðanlegt því í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru nú um 14 miljarðar sem ætíð eru til reiðu við slíkar aðstæður. Til samanburðar má nefna að öll innlán í Sparisjóði Vestmannaeyja munu hafa verið um 11 miljarðar og innlán Sp Afls nokkru minni. Það er lögbundið hlutverk TIF „að veita lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis“ (l. 98/1999) og því hlýtur að vera rétt að taka tillit til vaxandi getu TIF við mat á þörf fyrir yfirtöku smærri fjármálafyrirtækja.Þróun í takt við vilja íbúa Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur gert kröfu um að fylgst verði með raunvirði eigna Sparisjóðs Vestmannaeyja og vonandi verður það gert. Það virði mun þó ekki að fullu skýrast fyrr en að mörgum árum liðnum og ræðst af mörgum þáttum. Ekki verður fram hjá því horft að tugir milljarða af hagnaði stóru bankanna þriggja á undanförnum árum stafa af vanmati á eignum sem þeir yfirtóku. Af þeirri reynslu mætti læra. Mat á gæðum trygginga að baki lánveitingum verður þó ætíð að einhverju marki huglægt og breytist hratt við breyttar aðstæður. Þannig hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað hratt á síðustu árum og húsnæðisverð á Húsavík hækkað á síðustu mánuðum. Því hefur verið haldið fram að eina leið fjármálafyrirtækja til að komast hjá útlánaáhættu sé að lána ekki. Sú leið er að sjálfsögðu ekki fær, en nokkur hætta er á að ákveðnar atvinnugreinar og jafnvel landsvæði verði eyðilögð með lánsfjársvelti sé mat á rekstrarhæfi og tryggingum byggt á vantrú og þekkingarskorti þeirra sem meta. Í sjálfstæðum lýðræðisríkjum bera stjórnvöld ábyrgð á að þróun innviða sé í takt við vilja íbúanna. Svo virðist sem fall stóru bankanna þriggja 2008 sé nú að leiða til þess að flestar minni fjármálastofnanir landsins verði felldar og eftir standi arftakar föllnu bankanna þriggja að stórum hluta í erlendri eigu. Er það vilji löggjafans og þjóðarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. júní sl. fjallar Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, um það tjón sem viðskiptabankarnir ollu þjóðarbúinu á sínum tíma og segir: „Því miður hafa stjórnvöld ekki enn gert greinarmun á þeim fjármálafyrirtækjum sem af stafar kerfisleg áhætta fyrir þjóðarbúið og hinna sem minni eru og hafa enga kerfislega áhættu og eiga undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana. Að mínu viti er hér um mikla mismunun að ræða gagnvart minni fjármálafyrirtækjum sem fyrir löngu er æskilegt að leiðrétta.“ Margt virðist styðja ofangreinda niðurstöðu. Þannig hafa tveir sparisjóðir verið yfirteknir af stóru bönkunum á síðustu mánuðum á grundvelli nýs mats á útlánasafni þeirra. Báðir höfðu þó nýlega sætt sérstöku mati á eignum og ársreikningar þeirra endurskoðaðir af virtum endurskoðunarfyrirtækjum. Ekkert verður hér sagt um hvort matið sé réttara en það er hins vegar stór, alvarleg og óafturkræf ákvörðun að fella sparisjóði og slíkt má ekki gerast nema að vel athuguðu máli og með löngum tímafrestum enda ráð fyrir slíku gert í lögum. Hafi ástæða fyrir að því er virðist skyndiákvörðunum um yfirtöku sparisjóðanna verið að hætta væri á að áhlaup yrði gert á innistæður viðkomandi fjármálafyrirtækja, hefði slíkt verið vel viðráðanlegt því í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru nú um 14 miljarðar sem ætíð eru til reiðu við slíkar aðstæður. Til samanburðar má nefna að öll innlán í Sparisjóði Vestmannaeyja munu hafa verið um 11 miljarðar og innlán Sp Afls nokkru minni. Það er lögbundið hlutverk TIF „að veita lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis“ (l. 98/1999) og því hlýtur að vera rétt að taka tillit til vaxandi getu TIF við mat á þörf fyrir yfirtöku smærri fjármálafyrirtækja.Þróun í takt við vilja íbúa Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur gert kröfu um að fylgst verði með raunvirði eigna Sparisjóðs Vestmannaeyja og vonandi verður það gert. Það virði mun þó ekki að fullu skýrast fyrr en að mörgum árum liðnum og ræðst af mörgum þáttum. Ekki verður fram hjá því horft að tugir milljarða af hagnaði stóru bankanna þriggja á undanförnum árum stafa af vanmati á eignum sem þeir yfirtóku. Af þeirri reynslu mætti læra. Mat á gæðum trygginga að baki lánveitingum verður þó ætíð að einhverju marki huglægt og breytist hratt við breyttar aðstæður. Þannig hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað hratt á síðustu árum og húsnæðisverð á Húsavík hækkað á síðustu mánuðum. Því hefur verið haldið fram að eina leið fjármálafyrirtækja til að komast hjá útlánaáhættu sé að lána ekki. Sú leið er að sjálfsögðu ekki fær, en nokkur hætta er á að ákveðnar atvinnugreinar og jafnvel landsvæði verði eyðilögð með lánsfjársvelti sé mat á rekstrarhæfi og tryggingum byggt á vantrú og þekkingarskorti þeirra sem meta. Í sjálfstæðum lýðræðisríkjum bera stjórnvöld ábyrgð á að þróun innviða sé í takt við vilja íbúanna. Svo virðist sem fall stóru bankanna þriggja 2008 sé nú að leiða til þess að flestar minni fjármálastofnanir landsins verði felldar og eftir standi arftakar föllnu bankanna þriggja að stórum hluta í erlendri eigu. Er það vilji löggjafans og þjóðarinnar?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar