Ráðuneytið semur um tollalækkanir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. júní 2015 08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir nýja skýrslu ítreka góðan árangur landbúnaðarkerfisins. VÍSIR/STEFÁN Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu á Íslandi ekki vera áfellisdóm yfir kerfinu. Þvert á móti sýni skýrslan fram á að þróun kerfisins undanfarin ár hafi skilað ábata til neytenda. „Meginniðurstaða skýrslunnar er að þau markmið um að heimila mjólkuriðnaðinum að hagræða og hafa með sér samstarf hefur skilað neytendum miklu og jafnframt skilað bændum miklu á sama tíma,“ segir Sigurður. „Það var einmitt meginmarkmið búvörusamninganna frá árinu 2004.“ Í skýrslu Hagfræðistofnunar sem kom út í síðustu viku er meðal annars lagt til að innflutningstollar á mjólkurafurðir verði lækkaðir í 20 prósent til þess að auka ábata neytenda. Bæði Félag atvinnurekenda og Alþýðusamband Íslands hafa tekið undir sjónarmið skýrslunnar um tollalækkanir. Stofnunin bendir á að hið opinbera greiði nú þegar um 15 milljarða í niðurgreiðslu á mjólkurframleiðslu en áætlar að aukinn innflutningur á mjólkurafurðum gæti sparað ríkinu rúmlega átta milljarða króna. Sigurður segir landbúnaðarráðuneytið hafa staðið í viðræðum við Evrópusambandið um gagnkvæmar tollalækkanir á matvöru í nokkurn tíma. „ESB hefur frestað fundum í þrígang en þar er verið að tala um gagnkvæmar lækkanir á tilteknu magni,“ segir Sigurður og bendir á að einnig sé áfram unnið að fríverslunarsamningum við önnur ríki utan ESB. Í skýrslunni kemur fram að verð á mjólkurafurðum hefur hækkað minna en aðrar neysluvörur frá árinu 2003 og að opinber framlög til búvöruframleiðslu námu fimm prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Sigurður segir að 70 prósent matvöru hafi hækkað mun meira á tímabilinu en mjólkurvörur undir opinberri verðlagningu. Um 20 prósent matvöru hækkuðu svipað en aðeins 10 prósent matvöru hækkuðu minna. „Með öðrum orðum, hækkuðu mjólkurvörur mun minna en aðrar vörur og voru undir vísitöluhækkun. Þetta kom því neytendum til góða, á sama tíma og bændur fengu hærra verð til sín.“ Sigurður segir ljóst að bæði neytendur og bændur hafi hagnast á því fyrirkomulagi sem er í gildi. „Á sama tíma hefur stuðningur hins opinbera snarlækkað. Áður var kvóti settur á til að takmarka framleiðslu. Nú eru hins vegar nýir tímar þar sem framleiðslan er drifin áfram af eftirspurn og því nauðsynlegt að skoða vel hvernig fyrirkomulaginu eigi að vera háttað til framtíðar.“ Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu á Íslandi ekki vera áfellisdóm yfir kerfinu. Þvert á móti sýni skýrslan fram á að þróun kerfisins undanfarin ár hafi skilað ábata til neytenda. „Meginniðurstaða skýrslunnar er að þau markmið um að heimila mjólkuriðnaðinum að hagræða og hafa með sér samstarf hefur skilað neytendum miklu og jafnframt skilað bændum miklu á sama tíma,“ segir Sigurður. „Það var einmitt meginmarkmið búvörusamninganna frá árinu 2004.“ Í skýrslu Hagfræðistofnunar sem kom út í síðustu viku er meðal annars lagt til að innflutningstollar á mjólkurafurðir verði lækkaðir í 20 prósent til þess að auka ábata neytenda. Bæði Félag atvinnurekenda og Alþýðusamband Íslands hafa tekið undir sjónarmið skýrslunnar um tollalækkanir. Stofnunin bendir á að hið opinbera greiði nú þegar um 15 milljarða í niðurgreiðslu á mjólkurframleiðslu en áætlar að aukinn innflutningur á mjólkurafurðum gæti sparað ríkinu rúmlega átta milljarða króna. Sigurður segir landbúnaðarráðuneytið hafa staðið í viðræðum við Evrópusambandið um gagnkvæmar tollalækkanir á matvöru í nokkurn tíma. „ESB hefur frestað fundum í þrígang en þar er verið að tala um gagnkvæmar lækkanir á tilteknu magni,“ segir Sigurður og bendir á að einnig sé áfram unnið að fríverslunarsamningum við önnur ríki utan ESB. Í skýrslunni kemur fram að verð á mjólkurafurðum hefur hækkað minna en aðrar neysluvörur frá árinu 2003 og að opinber framlög til búvöruframleiðslu námu fimm prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Sigurður segir að 70 prósent matvöru hafi hækkað mun meira á tímabilinu en mjólkurvörur undir opinberri verðlagningu. Um 20 prósent matvöru hækkuðu svipað en aðeins 10 prósent matvöru hækkuðu minna. „Með öðrum orðum, hækkuðu mjólkurvörur mun minna en aðrar vörur og voru undir vísitöluhækkun. Þetta kom því neytendum til góða, á sama tíma og bændur fengu hærra verð til sín.“ Sigurður segir ljóst að bæði neytendur og bændur hafi hagnast á því fyrirkomulagi sem er í gildi. „Á sama tíma hefur stuðningur hins opinbera snarlækkað. Áður var kvóti settur á til að takmarka framleiðslu. Nú eru hins vegar nýir tímar þar sem framleiðslan er drifin áfram af eftirspurn og því nauðsynlegt að skoða vel hvernig fyrirkomulaginu eigi að vera háttað til framtíðar.“
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira