Innlent

Mokuðu snjó fyrir 80 milljónir

Sveinn Arnarsson skrifar
Miklum snjó þurfti að ryðja af götum bæjarins. Einnig þurfti að flytja mikið af snjó af götum á staði sem gátu tekið við magninu, svo sem í árfarveg Glerár og út í sjó.
Miklum snjó þurfti að ryðja af götum bæjarins. Einnig þurfti að flytja mikið af snjó af götum á staði sem gátu tekið við magninu, svo sem í árfarveg Glerár og út í sjó. VÍSIR/AUÐUNN
Akureyri Snjómokstur á Akureyri fyrstu fjóra mánuði ársins kostaði bæjarfélagið 82,4 milljónir króna samanborið við 76 milljónir á sama tíma árið áður. Allt árið 2014 greiddi bæjarfélagið yfir 150 milljónir króna í það eitt að ryðja snjó af götum bæjarins. Til samanburðar hljóðaði áætlun Hveragerðisbæjar um snjómokstur upp á fimm milljónir króna fyrir allt árið 2015.

Tíðarfarið i vetur var nokkuð erfitt og mikið um snjó á götum bæjarins. Sveitarfélagið greiddi 58 milljónir í desembermánuði einum í snjómokstur.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir það erfitt að skipuleggja þessi útgjöld og þetta sé vissulega háð veðri og vindum. „Þetta fylgir því að búa á norðlægum slóðum,“ segir Eiríkur Björn. „Hins vegar erum við að bjóða góða þjónustu og bæjarbúar eru flestir ánægðir með snjómokstur hjá okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×