Innlent

Falsaðir seðlar á Íslandi

Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar
Lögregla biður fólk um að kynna sér öryggisatriði.
Lögregla biður fólk um að kynna sér öryggisatriði. Vísir/Valli
Nokkuð hefur borið á tilkynningum um falsaða hundrað evru seðla að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan beinir því til fólks að kynna sér öryggisatriði sem hafa ber í huga. Hægt sé að finna vísbendingar á seðlum um hvort þeir eru falsaðir eða ekki en til þess má til dæmis nota útfjólublátt ljós. Lista yfir öryggisatriði evruseðla er að finna á vefsíðu Evrópska seðlabankans. Lögreglan beinir því til þeirra sem verða varir við falsaða seðla í umferð að hafa samband við lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×