Innlent

Sviptur fyrir að draga bíl

Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í nótt sem báðir mega búast við að verða sviptir ökuréttindum. Í öðru tilfellinu var um að ræða mann sem var stöðvaður á áttatíu og fjögurra kílómetra hraða þar sem hann var að draga annað ökutæki með taug.

Samkvæmt reglugerð má ekki aka hraðar en á þrjátíu kílómetra hraða á meðan annað ökutæki er dregið í taug og því má ökumaðurinn búast við ökuleyfissviptingu auk fjársektar. Í hinu tilfellinu var um að ræða ökumann sem stöðvaður var við venjubundið eftirlit.

Vaknaði strax grunur um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust í bifreiðinni. Sá var látinn laus eftir skýrslu- og sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×