Segir birtingu skattagagna ekki bara koma við þá tekjuhærri Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. júlí 2015 19:22 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það brjóta gegn friðhelgi einkalífsins að birta skattaupplýsingar fólks opinberlega. Þá skipti engu máli hvort þær varði ríka eða minna efnaða og boðar frumvarp sem bannar birtinguna í haust. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að leggja aftur fram frumvarp um að aðgengi almennings að upplýsingum úr skattaskrám og birtingu þeirra verði takmarkað. Verði það samþykkt þá hefur það í för með sér að ríkisskattstjóra yrði óheimilt að taka saman lista yfir þá skattgreiðendur sem greiða mestan skatt og leyfi þyrfti frá viðkomandi skattgreiðanda fyrir opinberri birtingu upplýsinga úr skattskránni. „Skattyfirvöldum er auðvitað í lófa lagið að veita alls kyns upplýsingar um tekjudreifingar og skattgreiðslu manna án þess að þær séu persónugreinanlegar. Það getur verið gagnlegt bæði í umræðunni og fyrir alls kyns tölfræði sem menn halda utan um. En það kallar ekkert á það að það séu persónugreinanlegar upplýsingar,“ segir Sigríður. Sigríður segir þetta ekki aðeins snúa að þeim tekjuhærri heldur sé það stjórnarskrárvarinn réttur einstaklingar að þessar upplýsingar séu ekki aðgengilegar og að fjölmiðlar geri sér ekki mat úr þeim. „Þetta er ekki bara fólk sem er að lenda á einhverjum hákarlalistum heldur líka bara venjulegu fólki sem lendir í einhvers konar úrtaki eins og það er kallað hjá þessum fjölmiðlum sem að birta lista yfir þúsundir manna. Þetta er fólk sem er kannski að hugsa sér til hreyfings í vinnu og lendir þannig í erfiðri samningsstöðu gagnvart nýjum vinnuveitenda þegar ný vinnuveitandi veit upp á hár eða telur sig vita upp á hár hvað viðkomandi hafði í laun á fyrri vinnustað. Starfandi ríkisskattstjóri segir bæði sjónarmiðin til umræðu innan Evrópusambandsins. Norðmenn hafi gengið hvað lengst í því að birta upplýsingar og séu stoltir af því. „Ég var bara rétt í þessu að ljúka við að lesa skýrslu sem var gefin út 2013-14 þar sem þeir telja þessa opnun sem átti sér stað árið 2001, setja þetta inn á netið og opið allan t ímann hafi leitt til þess að skattamórallinn hafi batnað í því landi,“ segir Steinþór Haraldsson, starfandi ríkisskattstjóri. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það brjóta gegn friðhelgi einkalífsins að birta skattaupplýsingar fólks opinberlega. Þá skipti engu máli hvort þær varði ríka eða minna efnaða og boðar frumvarp sem bannar birtinguna í haust. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að leggja aftur fram frumvarp um að aðgengi almennings að upplýsingum úr skattaskrám og birtingu þeirra verði takmarkað. Verði það samþykkt þá hefur það í för með sér að ríkisskattstjóra yrði óheimilt að taka saman lista yfir þá skattgreiðendur sem greiða mestan skatt og leyfi þyrfti frá viðkomandi skattgreiðanda fyrir opinberri birtingu upplýsinga úr skattskránni. „Skattyfirvöldum er auðvitað í lófa lagið að veita alls kyns upplýsingar um tekjudreifingar og skattgreiðslu manna án þess að þær séu persónugreinanlegar. Það getur verið gagnlegt bæði í umræðunni og fyrir alls kyns tölfræði sem menn halda utan um. En það kallar ekkert á það að það séu persónugreinanlegar upplýsingar,“ segir Sigríður. Sigríður segir þetta ekki aðeins snúa að þeim tekjuhærri heldur sé það stjórnarskrárvarinn réttur einstaklingar að þessar upplýsingar séu ekki aðgengilegar og að fjölmiðlar geri sér ekki mat úr þeim. „Þetta er ekki bara fólk sem er að lenda á einhverjum hákarlalistum heldur líka bara venjulegu fólki sem lendir í einhvers konar úrtaki eins og það er kallað hjá þessum fjölmiðlum sem að birta lista yfir þúsundir manna. Þetta er fólk sem er kannski að hugsa sér til hreyfings í vinnu og lendir þannig í erfiðri samningsstöðu gagnvart nýjum vinnuveitenda þegar ný vinnuveitandi veit upp á hár eða telur sig vita upp á hár hvað viðkomandi hafði í laun á fyrri vinnustað. Starfandi ríkisskattstjóri segir bæði sjónarmiðin til umræðu innan Evrópusambandsins. Norðmenn hafi gengið hvað lengst í því að birta upplýsingar og séu stoltir af því. „Ég var bara rétt í þessu að ljúka við að lesa skýrslu sem var gefin út 2013-14 þar sem þeir telja þessa opnun sem átti sér stað árið 2001, setja þetta inn á netið og opið allan t ímann hafi leitt til þess að skattamórallinn hafi batnað í því landi,“ segir Steinþór Haraldsson, starfandi ríkisskattstjóri.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira