Innlent

Færð á vegum: Víða hálka á vegum landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Hálkublettir eru nú á Sandskeiði og Hellisheiði.
Hálkublettir eru nú á Sandskeiði og Hellisheiði. Vísir/Stefán
Hálkublettir eru nú á Sandskeiði og Hellisheiði, en nokkur hálka eða hálkublettir eru einnig á Suðurlandi, einkum á útvegum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir. „Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja á Svínadal.“

Á Vestfjörðum er einnig víða hálka. „Snjóþekja er bæði á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum, og skafrenningur. Verið er að moka norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi eru hálkublettir og sumstaðar hálka eða snjóþekja. Nokkur ofankoma er við norðausturströndina.

Á Austurlandi eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka. Éljagangur er á köflum með suðausturströndinni og snjóþekja, jafnvel þæfingur, frá Höfn vestur í Öræfi.

Hafnarfjarðarvegur

Vegna vinnu við vegrið á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ verður þrenging úr tveimur akreinum í eina á um 200 m. kafla í akstursstefnu til norðurs frá kl. 09:00 og fram eftir degi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×