Innlent

Steypireyðurin mætt á Skjálfanda

Atli Ísleifsson skrifar
Már Eyfjörð Höskuldsson, skipstjóri á Náttfara, taldi skepnuna vera í æti.
Már Eyfjörð Höskuldsson, skipstjóri á Náttfara, taldi skepnuna vera í æti. Mynd/Már Eyfjörð
Áhöfn og farþegar á hvalaskoðunarbátnum Náttfara sem gerður er út af Norðursiglingu á Húsavík komu auga á steypireið rétt fyrir klukkan 11 í morgun.

Í frétt frá Norðursiglingu segir að þrátt fyrir að steypireyður sé ekki algeng sjón þá hafa nokkur dýr vanið komur sýnar á Skjálfanda snemma á vorin undanfarin ár. „Segja má því að steypireyðurin sé nokkurs konar lóa Húsvíkinga, þó töluverður munur sé á stærð og þyngd, enda getur fullvaxin steypireyður verið um 30 m á lengd og hátt í 200 tonn.“

Már Eyfjörð Höskuldsson, skipstjóri á Náttfara, taldi skepnuna vera í æti.

Í fréttinni segir að Skjálfandi sé einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem þessi stærstu dýr jarðar koma reglulega við á leið sinni í fæðuöflun á norðurslóðum yfir sumartímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×