Óréttlæti virðisaukaskattslaganna Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin!
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar